Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 73
STRÍÐ OG FRIÐUR SOLSHENITSINS
71
íjíaja, glæsileg, þokkafull og fjör-
leg jarphærð stúlka. Dag nokkurn,
vorið 1940, þegar þau voru bæði 21
árs, létu þau skrá sig sem hjón, en
á þann kuldaiega hátí fóru hjóna-
vígslur þess tíma fram.
Glæsilegut' frægðarferill virtist
bíða Solshenitsins, þegar hann lauk
háskólaprófi 1941. En kennurum
hans til undrunar og vonbrigða hélt
hann ekki áfram til æðra vísinda-
náms, heldur réðist sem kennari í
eðlisfræði að skóla í litilli borg, um
160 km frá Rostov, þar sem Natalja
fékk líka starf sem efnafræðikenn-
ari. Hann gerði þetta til að hafa
tíma til að skrifa, því að það var
ennþá draumur hans. En innrás
nasista, 22. júní 1941, batt enda á
allar slíkar áætlanir. Fyrir Rúss-
land var það upphaf að heimsstyrj-
öldinni síðari, þar sem 20 milljónir
íbúa Sovétríkjanna létu lífið.
HANDTAKA. Solshenitsin var
kallaður í herinn í október 1941. Á
beim tíma var rússneski herinn á
undanhaldi. Ósigur á ósigur ofan
hafði orðið hlutskipt.i rússneska
hersins og þjóðverjar voru komnir
að útjöðrum Moskvu. Hann var
gerður að kúski í lágt settri flutn-
ingadeild, og hinum unga mennta-
manni svall móður í brjósti, meðan
hann þurf ti að kemba hesta og
moka taði. Eftir margar umsóknir
um að komast þangað, sem eitthvað
væri um að vera, var hann með til-
liti til stærðfræðiþekkingar sinnar
sendur í liðsforingjaskóla fyrir stór-
skotaliðsmenn. I nóvernber 1942 var
hann síðan sendur til vígstöðvanna
sem yfirmaður könnunarflokks.
Einmitt þá gerðu rússarnir gagn-
árá3, sem var ein af stærstu og
blóðugustu orrustum sögunnar —
„miskunnarlaus slátrun, sem á eng-
an sinn líka“. Þetta var hernaðar-
legur vendipunktur stríðsins á
austur vígstöðvunum, en milli
þeirrar víglínu og þýsku landamær-
anna voru ennþá þúsundir kíló-
metra af heiftarlegum orrustum,
ssm bárust þorp frá þorpi.
f 20 mánuði var deild Solshenits-
ins í fararbroddi í þessum heiftar-
legu átökum. Solshenitsin var tvisv-
ar heiðraður Gáfur hans og járnag-
inn, sem hann hafði á sjálfum sér,
ásamt hæfileika hans til að skilja
og stjórna við síbreytilegar aðstæð-
ur, gerðu hann að úrvals yfirmanni.
Þar að auki var hann heppinn. Marg
ir manna hans féllu; liðþjálfar hans
særðust hver á fætur öðrum, þar
sem þeir stóðu við blið hans, en
Solshenitsin fékk ekki skrámu.
Yegna herstjórnarlistar sinnar
var hann fljótlega gerður að höf-
uðsmanni, þótt hann væri aðeins 24
ára. Hefði hann gengið í kommún-
istaflokkinn, eins og hann var marg-
sinnis hvattur til að gera hefði hann
hækkað enn frekar i tign, en það
vildi hann ekki. Svo miklir voru
herstjórnarhæfileikar hans, að hon-
um var þolað meira en öðrum. Frí-
tímum sínum eyddi hann með úr-
vali bóka, sem hann draslaði með
sár hvert sem hann fór eða hann
skrifaði eitthvað af hugsunum sín-
um á blað. Og þótt hin algengasta
aðíerð til að fagna sigri væri að
drekka sig fuilan, afþakkaði Sol-
shenitsin meira að segja vodkað.
1944 heimsót.ti Natalja hann á víg-
stöðvarnar. Þessi framtakssama