Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 91
STRÍÐ OG FRIÐUR SOLSHtíNITSINS
89
tilí'ellum voru þeir rneira að segja
reknir úr íbúðum sínum og sviptir
réttindum til að búa í Moskvu og
öðrum meiríháttar borgum.
Vjakeslav Molotov, fyrrum utan-
ríkisráðherra Stalíns og hægri
hönd, var spurður hvernig Stalín
hefði brugðist við bossum óforbetr-
anlega rithöfundi. „Solshenitsin
hefði verið skotinn," svaraði hann
um hæl.
„JÚDASARPENINGAR". Auk
þess sem áróðursmaskína flokksins
hafði verið sett í gang gagnvart
Solshenitsin, höfðu honum einnig
borist hótanir í pósti og frá þeim
flokksgæðingum, sem nærri honum
bjuggu. Það var mál til komið að
fara frá Rjasan til einhvers örugg-
ari staðar. Þar .að auki var sam-
band hans og Natalju Resitovskaju
stirt, og hann ákvað að skilja við
hana.
. .Yfirvöldin vildu ekki gefa hon-
um nauðsynleg leyfi til að flytja til
Moskvu, en vinur hans — Mstislav
Rostropovits, einn mesti sellóleik-
ari og hljómsveitarstjóri heimsins
— gerðist svo djarfur að leyfa hon-
um að nota hílskúrinn sinn í þorpi,
röska 20 km vestur af höfuðborg-
inni. (í refsingarskym var Rostro-
povits sviptur leyfi til að fara til
útlanda og hálda þar hljómleika í
nokkur ár).
Solshenitsin hóf störf að nýju í
skúrnum, sem hafði verið breytt
svo búa mætti í honum. Hann var
nú að skrifa hina mildu sögu „Agúst
1914“ um fyrsta stórósigur rúss-
neska hersins í heimsstyrjöldinni
síðari. Þetta var hugmynd, sem
hafði brunnið með honum síðan á
námsárunum, „megin viðfangsefni
listalífs míns1, sem hann hafði taf-
ist frá um hríð, „vegna sérstæðs
ferils míns“
Sú tilkynning, að sænska aka-
demían hefði valið hann til að taka
við bókmenntaverðlaunum Nóbels
árið 1970, barst honum í gegnum
síma. En það mýkti ekki skap hans
gagnvart blaðamönnum — og trufl-
unum. Næsta dag birtust fjórir
vestrænir fréttaritarar, búsettir í
Moskvu, við skúrinn hans. En áður
en þeir höfðu náð að óska honum
til hamingju með heiðurinn, lokaði
hann dyrunum á nefið á þeim.
Þótt rússneskar útvarpsstöðvar
og' blöð gerðu ekki svo mikið sem
nefna þann viðburð, sem var á for-
síðum blaða hvarvetna annars stað-
ar í heiminum, barst fréttin fljót-
lega til Sovétríkjanna með vest-
rænum stuttbylgjustöðvum. Frétt-
irnar bárust eins og eldur í sinu
milli unnenda bókmennta og sann-
leika. Rússar, sem alla ævina höfðu
barist undir oki og iétu mynd Sol-
shenitsin skipa heiðurssess í híbýl-
um sínum — tóku útnefningu aka-
demíunnar sem persónulegan virð-
ingarvott.
Rússnesku blöðin svöruðu með
því að gera árás á „þennan sjúk-
lega sjálfbyrgingslega mann“, gáfu
í skyn að hann væri geðveikur og
ætt.i að vísa honum úr landi. Á
fræðslufundum um allt Rússland
va’- Nóbelsverðlaununum lýst sem
Júdasarpeningum, sem Solshenitsin
stæðu til boða fyrir að svíkja Sov-
étríkin. Jafnvel þeir fáu, sem vog-
uðu að óska Solshenitsin til ham-
ing’u, fengu áminningar frá flokkn-