Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 96
94
hlutarnir (aí sjö) á markaðinn í
París. Þetta var bein ögrun og högg
1 andlit Sovét.leiðtoganna. Þetta var
ekki hægt að hunsa.
LOKAHÖGGIÐ. Tvisvar lét hann
sem vind um eyrun þjóta skipanir
um að koma til viðtals á skrifstofu
ríkissaksóknara. Loks, kl. 5 að
morgni 12. febrúar 1974, komu sjö
liðsforingjar og handtóku hann í
íbúðinni í Gorkistræti og fóru með
hann — klæddan í gæruskinns-
frakkann, sem hann hafði notað í
útlegðinni tveim áratugum áður —
til fangelsis leynilögreglunnar í Le-
fortovo. Þar var hann háttaður og
leitað á henum eins og ótíndum
glæpamanni og honum var tilkynnt
ákæran: landráð. Þyngsta refsing:
dauði. Hann neitaði að hafa nokk-
uð saman við þá að sælda, sem
áttu að yfii’heyra hann, og var að
lokum látinn einn í klefa yfir nótt-
ina. Næsta dag var honum lesinn
úrskurður, sem svipli hann borg-
araréttindum og mælti svo fyrir,
að hann skyldi fluttur úr landi.
Opinberir aðilar settu hann um
borð í TU-154 flugvél frá Aeroflot.
Það var ekki fyrr en vélin lenti í
Frankfurt í V.-Þýskalandi, að hann
vissi, hvert förinni var heitið. Inn-
an fárra daga hélt hann til Zúrich
í Sviss. Þangað fékk hann fjöl-
skylduna til sín, sex vikum seinna.
Hinar áhrifaríku, sovésku aðferðir
höfðu ekki náð að gera að engu
þann kraft, sem geislaði frá þessum
eina manni, hann var of hæfileika-
mikill til þess að hægt væri að láta
hann sem vind um eyrun þjóta, of
harður til að hægt væri að brjóta
hann niður — í stuttu máli sagt,
ÚRVAL
of mikill. Stjórnvöldin áttu ekki
um annað að ræða en vísa honum
á dyr.
Hvernig farnast honum nú, þegar
hann er ekki lengur i tengslum við
land sitt? Týnist hann í „framandi
þokunni“? Hans heittelskaða föð-
urland er allt það, sem hugmyndir
hans, minningar, draumar og áætl-
anir snúst um, allt það, sem hann
lifir og hrærist fyrir. Málfar hans,
andagift, sköpunargáía, allt í hon-
um er fætt af og órjúfanlega tengt
föðurlandinu hinu fornrússneska
dreifbýli, lanaslaginu og ævikjör-
unum. Hann óskar þess ekki að sjá
land sitt endurskapast eftir fyrir-
mynd hinna kapitalistísku Vestur-
landa nútímans. Hann heldur dauða
haldi í hugmyndir um jörð Rúss-
lands, um þjóð Rússiands, sál Rúss-
lands. Þetta gerir hann í augum
sumra takmarkaðri sem mann og
listamann, en þetta er einmitt sú
orkulind, sem hann eys af.
Solshenitsin er enginn engill. En
hvsrsu erfiður, þver og ráðríkur
sem hann er, verður að viðurkenn-
ast, að aðeins maður með hans vilja
til að fylgja ákveðnu kalli, hafði
möguleika til að lifa af það, sem
hann kallar „umskipti ævi sinnar“
og halda í rétt einstaklingsins
gagnvart ríkisveldinu. Og þótt Sol-
shenitsin skrifaði aldrei stafkrók
framar, hefur hann þó leikið ein-
stætt hetjuhlutverk í samtíðarsög-
unni. Með snmvisku sína eina að
vopni og vörn sigraðist þessi mað-
ur á nútíma harðstjórn.
☆