Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 93
STRÍÐ OG FRIÐUR SOLSHENITSINS
91
Solshenitsin kallaði þetta „lágkúru-
legasta smásmyglið í guðleysisstefn-
unni“, og benti á fáránleikann í því
að nota upphafsstafi í KGB og heiti
annarra ríkisstofnana en ekki á
nafn „æðsta sköpunarafls alheims-
ins. Þeirri vanvirðu mun ég ekki
lúta“. Jafnvel meðan hann vann að
viðamiklu rannsóknarstarfinu, full-
komlega löglegri og skaðlausri sögu-
skoðun — neituðu yfirvöldin hon-
um um aðgang að mikilvægum
skjalasöfnum og sögulegum bygg-
ingum, sem hann langaði að skoða,
og hótaði honum handtöku við hvert,
skref. Margir þeir, sem höfðu lifað
þann tíma, sem hann var að skrifa
um, þorðu ekki að tala við hann.
Hver sá, sem það gerði, sendi hon-
um gömul blöð, bréf eða bæklinga,
sem ekki höfðu verið gefnir út op-
inberlega, voru heimsóttir og yfir-
heyrðir, „eins og þeir væru glæþa-
menn“.
Engu að síður hélt hann áfram,
lauk handritinu og bauð það ekki
færri en 7 rússneskum útgefend-
um. Enginn lét svo lítið að svara
honum. Þá fyrst hlutaðist hann til
um útgáfu erlendis — fyrir milli-
göngu svissnesks lögfræðings síns,
fyrst á rússnesku, síðan þýðingum.
Bókin varð þegar metsölubók í
mörgum löndum.
í ágúst 1971 fór ungur vísinda-
maður að nafni Alexander Gorlov
í sendiferð fyrir Solshenitsin, sem
'þá var lasinn og ekki heima hjá
sér. Þegar hann kom að kofa rit-
höiundarins, þar sem hann átti að
sækja varahlut í Moskvitsinn,
heyrði hann raddir. Inni í kofan-
um fann hann tíu menn — vinnu-,
hón frá KGB, sem var að gera hús-
leit og ganga úr skugga um, að
hlerunartækin væru í lagi. KGB
mannirnir slógu Gorlov niður og
misbyrmdu honum, skildu hann eft-
ir afskræmdan í andliti af barsmíð
og fötin rifin í hengla utan á hon-
um. Á eftir varaði háttsettur KGB
foringi Gorlov við því, að hann
yrði settur í fangelsi, framabraut
hans eyðilögð og fjölskylda hans
hefði verra af, ef hahn segði Sol-
shanitsin frá þessu atviki.
En Gorlov sagði frá öllu eins og
það hafði gengið fyrir sig. Solshen-
itsin skrifaði enn eitt mótmælabréf
og sá um, að erlendir fréttamenn
í Moskvu ftngju eintök af því.
Hann lýsti hrottalegri meðferðinni
á Gorlov, kallaði alla leynilögregl-
una „lögleysu“ og heimtaði opin-
bera skýringu. Þetta atvik varð or-
sök mikils umtals um Sovétríkin út
á við. Til skýringar var Gorlov
sagt, að mennirnir í kofanum hefðu
ekki átt neitt skylt við KGB —
þeir væru aðeins lögregla staðar-
ins sem fylgdust með eigum Sol-
shenitsins, og þeir hefðu álitið Gor-
lov innbrotsþjóf. Þótt þetta væri
argasta lygi, var það þó eins konar
langsótt afsökunarbeiðni, sem kom
unp um ótta stjórnarmnar við gagn-
árásir Solshenitsin.
Þörfin til að þag'ga niður í rit-
höfundinum var mikil og áhrifa-
miklar áætlanir voru gerðar. Þenn-
an vetur barst honum viðvörun um
það úr mörgum átlum — meðal
annars frá vinsamlega stemmdum
mönnum innan KGB — að honum