Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 104
102
IJRVAL
þol demimsins breiddust út með
eldingarhraða. Ein sagan sagði, að
lestarstjóri hefði látið bút af den-
imefni koma í staðinn fyrir brotna
festingu milíi tveggja lestarvagna
— og það hefði dugað fimmtán km,
til næstu stöðvar.
Sannleikur.inn var nú kannski
ekki alveg svona skemmtilegur, en
úr því góða efni, sem Levi Strauss,
vinir hans og keppinautar fram-
leiddu, voru reyndar búin til ein-
kennisklæði, bæði fvrir járnbraut-
arstarfsmenn, kúreka, bændur og
bvggingaverkamenn.
Á árunum milli 1950 og 60 voru
gallabuxur orðnar algengustu hvers
dagsföt barna, og unglingar hófu
stríð við foreldra sina og kennara
til að fá leyfi til að vera í galla-
buxum í skólanum. Með þessu stríði
urðu gallabuxurnar að tákni upp-
reisnar gegn valdi og undirokun,
bæði í einkabaráttum og stjórn-
málabaráttum, raunverulegum eða
ímvnduðum. Þær urðu eins konar
táknmál milli hinna ungu: „Eg er
einn af ykkur —• móti hinum.“ í
byriun 7. áratugsins voru það upp-
reisnarstúdentar, æpandi bítlaaðdá-
endur og hippar, sem gerðu galla-
buxurnar að einkennisklæðum sín-
um.
En svo gerðist nokkuð, sem raun-
verulega setti strik í reikninginn.
Tískufólk kom auga á buxurnar.
Og allt í einu blómstruðu fyrirtæki,
sem seldu „blue jeans“, ekki að-
eins verkafólki og uppreisnaræsku,
heldur öllum í fjölskyldunni, á öll-
um aldri og í öllum hópum þjóð-
félagsins. Þær voru ekki lengur
allar nákvæmiega eins, eftir frum-
fyrirmyndinni. — þröngar um lend-
ar með mörgum vösum og tvöföld-
um saumi — heldur í alls konar
sniðum og tilbrigðum. — níðþröng-
ar og jafnbola, útsniðnar með uppá-
bro+i, með breiðum beltalykkjum,
furðulegum útsaumi, í öllum regn-
bogans litum og léttari en áður
hafði tíðkast, Og í einu vetfangi
höfðu þær lagt undir sig heiminn:
f kaffihúsunum, á reiðhjólunum, í
garðinum, til sjós, á hestbaki og á
samkomum.
Þótt unga fólkið væri ævareitt
yfir að foreldrarnir skyldu „stela“
þeirra klæðahugmynd, vildi það
ekki segja skilið við gallabuxurn-
ar, sem voru orðnar þeim eins kon-
ar önnur húð Þess í stað byrjaði
það að breyta þeim. Voru komin
göt? Hvernig væri að sauma yfir
götin eða bæta þau? Rifur? Ekkert
sjálfsagðara en sauma yfir þær
fléitað band. Var rassinn að fara
úr þeim? Taka þá rassinn úr öðr-
um buxum og sauma hann yfir.
Voi.'u skálmarnar trossnaðar? Taka
neðan af þeim og klippa á þær
kögur. Voru þær upplitaðar? Það
var stórkostlegt! Rifnar og ræfils-
legar, útslitnar og tjásulegar galla-
buxur urðu nú aðferð til að gefa
hinom yfirborðskennda, efnis-
bundna heimi langt nef.
En í annað sinn rakst tískan á
sína eigin mótsetningu. Vélsaum-
aðar bætur voru framleiddar og
saumaðar á göt, sem ekki voru kom-
in. Til að fá buxurnar upplitaðar,
setti unga fólkið þær sjálft í bleik-
ingu og ef komu göt á þær, var
það aðeins til bóta. f'atasalar seldu
allt, sem saumað var úr denimi,