Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 119
LAND ÚR LEIÐ INN ÚR KULDANUM
117
menn. Árangurinn er sá, að iSnað-
arframleiðslan hefur nærri tvöfald-
ast síðan 1960. „Austur-þýskur
kommúnismi," sagði einn austur-
þjóðverjinn glettnislega, „er greini-
lega beti en rússneskur kommún-
ismi.“ Og bandaríkjamaður bætti
við: „Ekki einu sinni kommúnismi
getur bælt þjóðverja.“
BANGSINN RÆÐUR. Þegar ferð-
ast er um Austur-Þýskaland, dylst
ekki, hver það er, sem raunveru-
lega ræður. Rússneskt herlið sést
í röðum á nærri því hverjum þjóð-
vegi. Landið er á stærð við Ohio,
og rússar hafa þar setulið nærri
700 þúsund manna, sem er fjórfalt
fjölmennari her en austur-þjóðverj-
ar hafa sjálfir yfir að ráða. Þótt
hinn 61 árs gamli Erich Honecker,
fyrsti ritari austur-þýska kommún-
istaflokksins, sé æðsti maður stjórn-
arinnar, verður síðasta orðið alltaf
að koma frá ambassador rússa,
Mikhail Yefremoff.
Strax eftir að Honecker komst
til valda árið 1971, hreinsaði hann
burtu síðustu leifarnar af einka-
framtaki í Austur-Þýskalandi. Fram
til þess höfðu nokkrir einkaaðilar,
svo sem kaupmenn og veitinga-
menn, fengið starfsleyfi, en síðan
Honecker komst.til valda, hafa sam-
vinnufélög yfirtekið rekstur þeirra.
Aðeins 4% alls lands í Austur-
Þýskalandi er ekki undir samvinnu-
og samyrkjuformi. Af þessu leiðir,
að Austur-Þýskaland er eitt gagn-
gerðasta kommúnistalandið í Aust-
ur-Evrópu.
En þótt nærri ógerlegt sé að kom-
ast yfir Berlínarmúrinn eða yfir
dauðagildrurnar á landamærunum,
tekst um 5000 austur-þjóðverjum
að flýja vestur yfir á ári hverju.
Landbúnaðarverkamaður, sem al-
drei hafði fyrr flogið í flugvél, stal
nýlega sáðflugvél og flaug með
konu sína og barn til Vestur-Þýska-
lands, þar sem hann brotlenti vél-
inni án þess að yrði að slysi. Lækn-
ir nokkur synti 26 klukkustundir
í svalköldu Eystrasaltinu, þar til
hann gat örugglega tekið land vest-
an megin. Fæstir flýja þó á svo
dramatískan hátt. Ein aðferðin er
sú að fara í frí til annars kommún-
istaríkis í Austur-Evrópu, og flýja
svo þaðan til Júgóslavíu, Austur-
ríkis eða jafnvel Tyrklands, og
þaðan til endanlegs frelsis. Önnur
leið er að leita á náðir atvinnu-
smyglara, sem sjá um að smygla
fólki burtu með því að fela það í
bílum.
Það furðulega er þó. að þótt all-
ar hindranir væru burtu teknar
þegar á morgun, myndi meirihluti
íbúanna kjósa að fara hvergi. Til
þess liggja margar ástæður. Hörð-
ustu andstæðingar kommúnismans
eru auðvitað löngu farnir. Vænn
hópur þeirra, sem eftir sitja, hafa
raunverulega haft hag af stjórnar-
farinu, svo sem starfsmenn flokks-
ins, opinberir starfsmenn og hátt-
settir verkstjórar. Ymsir aðrir láta
þetta möglunarlaust yfir sig ganga,
sumir þó með hundshaus. „Það er
tilgangslaust að vera sífellt að
nöldra og nagga,“ sagði ein mið-
aldra kona. „Við verðum að halda
áfram að vera til.“ Og jafnvel þeir,
sem eru á móti stjórnarfarinu, eru
stoltir af efnahagsþróuninni, og enn
aðrir taka félagslegt öryggi Áustur-