Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
Þýskaland um 30% á eftir frænd-
um sínum vestan landamæranna,
en nauðsynjavörur eru fáanlegar á
mjög lágu verði. Kartöflur og rúg-
brauð eru til dæmis meira en helm-
ingi ódýrari en í Vestur-Þýska-
landi. Strætisvagnafargjaldið er 8
sent (ca. 10 kr. ísl.). Læknisþjón-
usta er ókeypis. Og þótt ung pör
verði að bíða fáein ár eftir íbúð,
er leigan meira en helmingi lægri
heldur en að vestanverðu.
Annað verður uppi á teningnum.
þegar kemur að því sem stjórnin
kallar „lúxus“. Starfsmaður í verk-
smiðju verður að borga meira en
tveggja dag'a laun fyrir kíló af
kaffi, venjulegt sjónvarpstæki fyr-
ir svart-hvíta mynd kostar um
tveggja og hálfs mánaðar laun
hans, og litli., austur-þýski Tra-
bantinn kostar hann laun tíu mán-
aða (og svo verður hann að bíða
allt að átta ár eftir að fá hann af-
greiddan). Vörugæði austur-þýskra
vara eru verulega minni en vest-
rænna, og úrvalið takmarkað. En
eftir því, sem velmegun eykst,
kaupa fleiri og fleiri bæði heim-
ilistæki og bíla. Raunin er sú, að
bílafjöldi á vegunum hefur fimm-
faldast síðan 1960 og er nú rösk-
lega 1,4 milljónir — og fyrsta bíl-
þvottastöðin var nýlega opnuð í
Austur-Berlín.
PRÚSSAR GEGN RÚSSUM.
Blómstrandi efnahagur austur-
þjóðverja er ennþá merkilegri fyrir
það, að þeir fengu ekki hagstæða
byrjun. í stríðslokin voru allar
helstu borgir þeirra í rústum. Það
var svo sem raunin líka með Vest-
ur-Þýskaland, en Bonn stjórnin
fékk rúmlega þrjár billjónir doll-
ara 1 Marshallhjálp. Rússar kröfð-
ust hins vegar 10—30 billjóna doll-
ara í stríðsskaðabætur af hinum
kommúnistísku bræðrum sínum í
Austur-Þýskalandi. Heilar verk-
smiðjur voru rifnar niður ög fluttar
til Sovétríkjanna með lestum -—
og svo rifu rússar upp og hurfu
heim með helminginn af járnbraut-
arkerfinu.
Ef til vill var þó enn meiri skaði
af fjöldaflótta fólksins til Vestur-
Þýskalands. Áður en Berlínarmúr-
inn og dauðagildrurnar á landa-
mærunum voru reistar árið 1961,
er áætlað að tvær og hálf milljón
manna — 13% af íbúatölunni árið
1949 — hafi flúið landið. Mestur
hluti þess hóps voru sérhæfðir
menn og ungir, duglegir verka-
menn, einmitt þeir menn, sem land-
ið mátti síst missa. Austur-Þýska-
land sat eftir með mikinn fjölda
kvenna og eftirlaunafólks, og fæð-
ingum stórfækkaði.
En lokun landsins varð líka efna-
hagslegur vendipunktur. Einn íbú-
inn -sagði við mig: „Okkur fannst,
að vestrið hefði brugðist okkur, og
við gætum ekkert gert annað en
leggja meira að okkur til þess að
öðlast betri lífskjör.“ Náttúruauð-
ævi í landinu eru fá, önnur en
surtarbrandur. En þjóðin bjó yfir
þýskum aga, og þýskri skipulags-
gáfu.
Til að bjarga sér í vinnuaflsskort-
inum, lét stjórnin konur taka til
starfa við þau störf, sem víðast eru
talin karlmannsverk. Enn þann dag
í dag er nærri helmingur vinnandi
manna í Austur-Þýskalandi kven-