Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 19
CHILE MÁ EKKI GLEYMAST
17
maður til hennar. Þetta var virtur
maður, Arthur Boot að nafni. Hann
sagði henni, að hann væri djúpt
snortinn af sögunni af dauðdaga
chileska skáldsins.
„Vissuð þér ekki um fráfall hans
áður?“ spurði Joan.
„Nei,“ svaraði Boot hálf vand-
ræðalegur.
Margir þátttakendur í störfum
nefndarinnar staðfestu í viðtali við
okkur, að mjög fáir á Vesturlönd-
um vissu um ástandið í Chile. Blöð
in, útvarpið og sjónvarpið segja
lesendum sínum og hlustendum
ekkert um hörmungarnar í Chile,
og þögðu jafn kyrfilega yfir því
sem kom í Ijós í rannsókninni í
Dipoli. Við blöðuðum í gegnum þó
nokkur eintök af London Times —
ekki orð um starf alþjóðlegu rann-
sóknarnefndarinnar um rannsóknir
á glæpum herforingjaklíkunnar. Við
leituðum einnig í International Her-
aLd Tribune. Ekki orð um nefndina
heldur. Það er vert að minna á, að
Herald Tribune er gefið út af
Washington Post og New York
Times, sem talin eru vönduð blöð.
Eitt þeirra blaða, sem við skoðuð-
um þannig, halda því fram, að í
því sé að finna allar þær fréttir,
sem verðar eru þess að verða
prentaðar. ☆
Önnum kafin.
Til þess að koma betur út úr skattinum hafði bissnismaðurinn
tilgreint konu sína og börn sem starfsmenn hlutafélags síns. í til-
efni af þessu var konan boðuð á fund skattayfirvaldanna.
„Takið þér þátt í daglegri stjórnun félagsins?" spurði sá, sem
yfirheyrði.
„Nei, upp á síðkastið hef ég átt of annríkt til þess.“
„Annríkt við hvað?“
„Að búa til nýja starfsmenn."
S.S.
Hliðarverkanir.
Ég hafði gengist undir minni háttar uppskurð, en daginn eftir
uppgötvaði ég, að ég var með tvo stóra marbletti, annan á lærinu
en hinn á öxlinni. Ég spurði hjúkrunarkonuna, hverju þetta sætti.
„Skurðarborðin eru mjög lítil hjá okkur,“ svaraði hún. „Svo
þegar læknanemarnir hnappast kringum borðin til að fylgjast með,
neyðast þeir fremstu til að styðja sig með olnbogunum við sjúkling-
inn, svo allir geti séð.“
M.E.