Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 38
36
úrVal
þrátt fyrir hættuna á árekstri.
Margir eru með sírenur á bílum
sínum. Ég fer til vinnu og heim
aítur á mismunandi tímum og al-
drei sömu leið.“
Þegar við komum til skrifstofu-
byggingarinnar, sátum við í bíln-
um meðan bílstjórarnir og verð-
irnir stukku út og stilltu sér upp
böggja vegna inngangsins með
steyttar byssur. Vegfarendur, sem
vanir eru þessari sjón 1 Buenos
Aires, virtu okkur varla viðlits. í
forsalnum stóð enn einn vopnaður
vörður við reiðubúna lyftuna og
fylgdi okkur upp til skrifstofu for-
stjórans, en aðrir verðir fóru eftir-
litsferðir í göngunum. „Þegar ég
matast, konan mín fer á hárgreiðslu
stofu eða sonur okkar fer til og
frá skóla, fylgja verðirnir okkur,“
sagði vinur minn, „Aðeins að
vernda mig og fjölskyldu mína
kostar fyrirtækið 600 þús. á mán-
uði.“
HVER TAPAR? Þegar tímar líða
er það að sjálfsögðu Argentína
sjálf, sem mestu tapar á þessum
harmleik, og það virðist ólíklegt að
ný stjórn landsins megni að stöðva
hermdarverk mannræningjanna.
Erlend fyrirtæki með bandaríska
aðila í broddi fylkingar, hafa fjár-
fest fyrir um 340 milljarða í land-
inu, og þá upphæð geta ekki inn-
lendir fjárfestingaraðilar né inn-
lent fjármagn yfirtekið. Stöðugar
ógnanir neyða hins vegar flest er-
lend fyrirtæki til að endurmeta frá
grunni fjármagn og fjárfestingar í
landinu. Forstjóri ESSO í Argen-
tínu segir: „Það verður einfaldlega
ekki fjárfest meir sem stendur." Að-
ferðir hinna vel skipulögðu argen-
tínsku mannræningja eru hins veg-
ar fluttar út í stöðugt vaxandi mæli.
James A. F. Kelly, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Alþjóðasambands
lögreglustjóra, hefur sagt: „Við að
kynna sér neðanjarðarbókmenntir
þær, sem gefnar eru út í Suður-
Ameríku, má læra upp á hár hvern-
ig þvinga skal fé og yfirlýsingar
frá verslunarmönnum og iðnverum
í öðrum löndum. Venjulegir af-
brotamenn læra einnig hinar harð-
soðnu aðferðir, sem kennslubæk-
urnar lýsa.“
Lögregla og öryggisverðir um
heim allan nota nú hinar suður-
amerísku kennslubækur (upphaf-
lega samdar af kommúnistum á
Kúbu), sem leiðarvísi til skipu-
lagningar öryggisráðstafanna gegn
rnannræningjum og ofbeldismönn-
um. En enginn verður nokkurn
tíma fullkomlega öruggur, og Rie-
hard Ichord, formaður nefndar til
varðveislu innra öryggis, sem banda
ríska ríkisstjórnin skipaði, mælir
þessi viðvörunarorð:
„Eftir því sem mannránin í Ar-
gentínu verða í ríkari mæli fyrir-
mynd sams konar ofbeldisverka í
Bandaríkjunum og annars staðar,
hlýtur miskunnarlaus leit og hand-
tökur þeirra, sem ábyrgðina bera,
að vera stöðugt meir knýjandi nauð
syn. Hvort sem það er af hugsjóna-
legum ástæðum eða vegna lágkúru-
legrar ágirndar, eru mannrán við-
urstyggileg afbrot, og þessa ógnar-
öldu verður að stöðva, því hún
ógnar lögum og reglu í öllum hin-
um siðmenntaða heimi.“
☆