Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 71

Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 71
STRÍÐ OG FRIÐUR SOLSHBNITSINS 69 1924 flutt: hún til Rostov, sem var næsta stóra borgin, og leitaði þar eftir starfi. Hún fékk aðallega íhlaupastörf við hraðritun og vél- ritun á kvöldin — til að framfleyta syni sínum og sjálfri sér. Hungur og svefnleysi höfðu slæm áhrif á heilsufar hennar og hafa örugglega átt sinn þátt í að stvtta ævi hennar (hún dó 1944 af berklum). Fyrst um sinn varð hún að sæta afarleigu í örgustu hreysum, en fékk að lok- um herbergi í köldu, endurbyggðu hesthúsi, þar sem ekki einu sinni var rennandi vatn. Kol til hitunar varð hún að finna sér einhvers stað" ar og bera þau heim langar leiðir fpP. Alexander hafði skvldutilfinningu langt fram yfir það, sem aldur hans sagði til um, og byrjaði ungur að hjálpa móður sinni. I-Iann bar heim eldivið, barðist fyrir stæði sínu í biðröðum til að fá brauð, og í þvög- unni úti íyrir búðunum barðist hann til að fá mat út á skömmtun- Miseðlana þeirra.. En hugur drengs- ins, „gáfaða drengsins“, eins og ættingjarnir kölluðu hann, stóð til annars konar átaka: Lestrar og náms. Drengurinn hugsaði oft um mann- inn, sem hanr. hafði aldrei séð, hinn glæsilega, unga liðsforingja, föður- inn, sem hann hafði aldrei fengið að kynnast. Hann áttí eftir að eyða miklu af ævi sinni til að berjast fyrir þeim hugmyndum, sem Isai hafði einnig lifað fyrir: Tryggð við Rússland, heiðarleika í bókmennt- um og strörgum aga í daglegri hegðun sinni. Magri, ljóshærði drengurinn sýndi frábærar gáfur, viljastyrk og sjálfsaga. Snemma kom í ljós hinn mikli ótti hans við að fara illa með tímann, hann þaut frá einu starfi til annars: hann las, hann þjálfaði líkamann með hjól- reiðaferðum, hjálpaði móður sinni, las meira, allt eftir skipulagðri áætlun. Þegar hann var 9 ára, hafði hann ákveðið að „af einhverri ástæðu varð ég að skrifa". MIKIÐ í FANG FÆRST. Það sérkenni rithöfundarins að taka efiJr öðrum, skapar sjálfstæðan huga. Þetta sérkenni kom fljótlega í 'jós hjá Alexander. Hann gekk í skóla í Rostov frá 1926—‘36, þau ár, sem verið var að endurskapa alla þjóðina á öllum sviðum sam- kvæmt vilja eins miskunnarlauss manns. Stjómmálalegur áróður var nlls ráðandi í dagskrá útvarpsins, blöðunum, skólastofnunum, kvik- myndahúsum og bókasöfnum. Joseph Stalín var lofaður eins og frumstæðar þjóðir myndu lofa guð, en þeir fyrri félagar, sem harð- stjcrinn snerist á móti og lét skjóta, féllu þegar af þeim stalli að vera Ijóma vafnar byltingarhetjur, nið- ur fyrirlitlega svikara. Hver ný sögubók var miskunnarlaus þver- sögn við næstu útgáfu á undan. Hvar var cannleikurinn í öllum þessum mótsögnum og flækjum? Hinn tortryggni, skarpskyggni drsngur var ekki lengi að sjá, að ö!l hin opinbera saga var ekki ann- að en uppspuni — pólitísk goðsögn. A fjórða áratug aldarinnar hall- aðist Stalín æ meir að upplognum ákærum, fölskum játningum og linnulausum aftökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.