Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 71
STRÍÐ OG FRIÐUR SOLSHBNITSINS
69
1924 flutt: hún til Rostov, sem
var næsta stóra borgin, og leitaði
þar eftir starfi. Hún fékk aðallega
íhlaupastörf við hraðritun og vél-
ritun á kvöldin — til að framfleyta
syni sínum og sjálfri sér. Hungur
og svefnleysi höfðu slæm áhrif á
heilsufar hennar og hafa örugglega
átt sinn þátt í að stvtta ævi hennar
(hún dó 1944 af berklum). Fyrst
um sinn varð hún að sæta afarleigu
í örgustu hreysum, en fékk að lok-
um herbergi í köldu, endurbyggðu
hesthúsi, þar sem ekki einu sinni
var rennandi vatn. Kol til hitunar
varð hún að finna sér einhvers stað"
ar og bera þau heim langar leiðir
fpP.
Alexander hafði skvldutilfinningu
langt fram yfir það, sem aldur hans
sagði til um, og byrjaði ungur að
hjálpa móður sinni. I-Iann bar heim
eldivið, barðist fyrir stæði sínu í
biðröðum til að fá brauð, og í þvög-
unni úti íyrir búðunum barðist
hann til að fá mat út á skömmtun-
Miseðlana þeirra.. En hugur drengs-
ins, „gáfaða drengsins“, eins og
ættingjarnir kölluðu hann, stóð til
annars konar átaka: Lestrar og
náms.
Drengurinn hugsaði oft um mann-
inn, sem hanr. hafði aldrei séð, hinn
glæsilega, unga liðsforingja, föður-
inn, sem hann hafði aldrei fengið
að kynnast. Hann áttí eftir að eyða
miklu af ævi sinni til að berjast
fyrir þeim hugmyndum, sem Isai
hafði einnig lifað fyrir: Tryggð við
Rússland, heiðarleika í bókmennt-
um og strörgum aga í daglegri
hegðun sinni. Magri, ljóshærði
drengurinn sýndi frábærar gáfur,
viljastyrk og sjálfsaga. Snemma
kom í ljós hinn mikli ótti hans við
að fara illa með tímann, hann þaut
frá einu starfi til annars: hann las,
hann þjálfaði líkamann með hjól-
reiðaferðum, hjálpaði móður sinni,
las meira, allt eftir skipulagðri
áætlun.
Þegar hann var 9 ára, hafði hann
ákveðið að „af einhverri ástæðu
varð ég að skrifa".
MIKIÐ í FANG FÆRST. Það
sérkenni rithöfundarins að taka
efiJr öðrum, skapar sjálfstæðan
huga. Þetta sérkenni kom fljótlega
í 'jós hjá Alexander. Hann gekk í
skóla í Rostov frá 1926—‘36, þau
ár, sem verið var að endurskapa
alla þjóðina á öllum sviðum sam-
kvæmt vilja eins miskunnarlauss
manns. Stjómmálalegur áróður var
nlls ráðandi í dagskrá útvarpsins,
blöðunum, skólastofnunum, kvik-
myndahúsum og bókasöfnum.
Joseph Stalín var lofaður eins og
frumstæðar þjóðir myndu lofa guð,
en þeir fyrri félagar, sem harð-
stjcrinn snerist á móti og lét skjóta,
féllu þegar af þeim stalli að vera
Ijóma vafnar byltingarhetjur, nið-
ur fyrirlitlega svikara. Hver ný
sögubók var miskunnarlaus þver-
sögn við næstu útgáfu á undan.
Hvar var cannleikurinn í öllum
þessum mótsögnum og flækjum?
Hinn tortryggni, skarpskyggni
drsngur var ekki lengi að sjá, að
ö!l hin opinbera saga var ekki ann-
að en uppspuni — pólitísk goðsögn.
A fjórða áratug aldarinnar hall-
aðist Stalín æ meir að upplognum
ákærum, fölskum játningum og
linnulausum aftökum.