Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 84
82
ÚRVAL
inn hreifst af honum og hann fékk
stöðuna.
Solshenitsin naut til fulls ein-
faidra hluta: kvikmynd í niður-
níddu kvikmyndahúsi staðarins eða
krús af bjór, þegar hann hafði efni
á að fá sér hana einu sinni í mán-
uði -—■ hvorttveggja voru merkir
viðburðir í hans augum. Smám
saman þynntist varnarveggurinn,
sem hann hafði byggt um sig af
varkárni, einmanaleik og ótta, og
hann tók að ræða við þorpsbúana
og læra á ný mannleg samskipti.
Þá, rétt sem hann var að byrja
að ná sér, lét krabbameinið aftur
til sín taka. Aftur þurfti hann á
læknishjálp að halda þegar í stað
— en varð að bíða mánuðum sam-
an, meðan opinberir aðilar veltu
bví fyrir sér, hvort þeir ættu að
undirrita pappíra, sem leyfðu hon-
um að fara á sjúkrahús. Þegar leyf-
ið kom, var það næstum of seint.
Hann kom með yfirfullri lest til
borgarinnar Taskent í nokkur
hundruð kíiómetra fjarlægð og
varð fyrst að gefa sig á tal við
„kommandant" staðarins. Síðan
reikaði hann til sjúkrahússins og
féll þar örmagna niður í dyrunum.
En enn einu sinni var hann hepp-
inn. Hann fékk að yfirgefa spítal-
ann þremur mánuðum seinna, eftir
hormónagjöf og geislameðferð. Þá
var hann til þess að gera vel á sig
kominn líkamlega, og ákveðnari í
því en nokkru sinni fyrr að lifa og
skrifa það, sem brann honum í
minni. Raunar varð sjúkrahúsdvöl-
in í Taskent honum enn eitt sögu-
eíni: „KRABBADEILDIN“, stór-
brotin úttekt á stjórnmálalegu and-
rúmslofti og persónuleikum undir
oki, myndasafn sovéskra persónu-
leika og framkomu.
Jafnhliða því, sem hann styrkt-
ist, voru Sovétríkin hægt en síg-
andi að losa sig við sumt af versta
ofstæki Stalínsismans. „Sagan hafði
fengið byr undir báða vængi,“
skrifaði Solshenitsin. „Gat breyt-
ingin mögulega orðið til hins
verra?“ Þegar hann kom aftur í
útlegðarþorp sitt, keypti hann
„hús“, lítið stráþakið hreysi með
grænmetisgarði. Og jafnhliða því
að .hann lag'ði alúð og umhyggju í
vísindakennsiuna í litla skólanum
vann hann af ákefð að hinum miklu
verkum sínum: FYRSTI HRINGUR-
INN og DAGUR f LÍFI IVANS
DENISOVITS.
Allan tímann þráði Solshenitsin
að snúa áftur til hjarta Rússlands,
hins andlega heimalands síns.
Síðan gerðist það, í febrúar 1956,
að Nikita Krúsjeff flutti hina frægu
„leyniræðu" á þingi kommúnista-
flokksins, þegar hann ljóstraði upp
sumum glæpum Stalins. Eftir þess-
ar óvæntu uppljóstranir fengu
hundruð þúsunda fórnarlamba Stal-
ínsismans lagalega uppreisn.
Til að halda við þá sögu, að „sósí-
alískt dómsvald sem slíkt hefði al-
drei spillst, var fjallað um hvert
mál eins og það væri einangruð
mistök". Solshenitsin varð að senda
beiðni til dómsmálaráðherra Sovét-
ríkjanna, það varð að setja á svið
rannsókn og loks komst rannsókn-
arréttur Sovétríkjanna að því, að
hann hefði aldrei framið glæp. Ell-
efu árum eftir að hann var hand-
tekinn, var hann opinberlega lýstur