Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 43
SHERRÝHÁTÍÐ Á SPÁNI
41
landi, þar sem þær eru notaðar
undir viskí)
Meðan serrýið blandast safa eik-
urinnar í BODEGAS (geymslunum)
er haft vakandi auga með því. Það
er lvktað af því, fylgst með því hve
tært það er, og liturinn athugaður.
Olíkt öðrum vínum þarfnast serrý-
ið lefts og þvi er það ekki geymt 1
kiöllurum, og ámunum er aldrei
þétt lokað. Þær eru ekki heldur
fylhar, því vínið verður að „anda“.
Þegar heitt er í veðri, er vatni úð-
að yfir geyinslurnar til að halda
jöfnum hita,
Allt, sem viðkemur serrýi, er
skemmtilegt sambland af gömlum
venjum og nútíma vísindum. Til
dæmis fara öll viðskipti með serrý
fram innan héraðanna í peso, sem
er mynteining; sem að öðru leyti
er ekki notuð lengur á Spáni, en
er á þessu sviði æfagamalt greiðslu-
form. Einnig er sérfræðingaráð,
Consejo Regulador de la Denomina-
ción de Origen Jerez-Kérés-Sherry,
se:.:i skipað et af landbúnaðarráðu-
nevti Spánar og leggur dóm á allt
vín, áður en það er selt. Þetta ráð
veiur líka landssvæðin, þar sem
vínviðurinn er ræktaður, og stjórn-
ar hinum ýrasu atriðum, sem hafa
áhrif á gerð vínsins. Vínþekkjarar
ráðsins gera því tilraunir með kyn-
blöndun vínviðarins og reyna að
finna upp ný ráð til að verjast sjúk-
dómum og skordýrum, sem herja á
vínekrurnar. Innsigli ráðsins er á
hverri flösku og hverri tunnu, sem
fe" frá Jerez.
Serrý er aldrei árangur einnar
uppskeru, svo ártöl eru aldrei á
Elöskunum. Það er blanda ýmissa
árganga, a. m k. þriggja, því nýju
víni er blandað saman við eldri
vín og þeirri blöndu svo aftur
blandað í enn eldra vín, allt í ná-
kvæmum hlutföllum.
Hvert land hefur sinn eigin
sm;kk,“ sagði vínsérfræðingurinn
okkar. „Danii vilja helzt meðal
serrý, hollendingar vilja það þurrt
en handaríkjamenn vilja helst OLO-
ROSOS. Hjá englendingum er frem-
ur sætt Cream-serrý það vinsæl-
asta.
.7 september er fimm daga hátíð
laun erfiðisins, það er VEDIMIA
eða vínhátíðm í Jerez. Hápunktur
hátíðahaldanna er á sunnudag, fram
an við Kollegie kirkjuna. Á breið-
um tröppum barokkirkjunnar er