Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 61
SÍBERÍA . . .
59
ustu flugvöllum. Skjmdileg vorflóð
skola burt smærri vegum, síma-
stau.rum og bráðabirgðabyggingum.
Þetta eru engar ýkjur. Lífsskil-
yrðin eru svo ótrúlega hörð, að
lengi var um það rætt, eftir að
olíulindirnar fundust, hvort það
borgaði sig að nýta þær. Sagt var,
að það væri svo dýrt, að það yrði
ekki gert nema víst væri, að þarna
væri að finna gnægð olíu. Og það
reyndist vera, svo að hafist var
handa.
Það er enginn leikur að leggja
stejnsteypta vegi yfir mýrarfen:
Hver míla kostaði um eina og hálfa
milljón sterlingspunda. En nú hafa
þeir verið lagðir. Fyrir fáum árum
tók það vinnuflokk þrjá daga að
komast tæpan kílómetri. Nú er
hægt að aka 40 mílna hringinn um-
hverfis Samotlor „olíuvatnið" á ör-
skömmum tíma.
í frumskóginum, sem er illfær
ytirferðar fyrir menn, hafa verið
reist hús á háum steinsúlum. Það
er erfitt og dýrt að byggja hús, en
allir, sem koma hingað til starfa,
fá hús til umráða. Það er tryggt í
starfssamningi manna. Stefnt er að
því að byggja íbúðarhús örar held-
ur en verksmiðjur.
T'æknilegur undirbúningur undir
„Síberíusóknina“ er víðtækur. Öll
hentugustu flutningatæki með til-
liti til hitastigsins og mýrlendisins
eru notuð, bæði sovésk og erlend.
Og risastórar Antaeusflugvélar
flytja þangað skurðgröfur og fjölda
dráttarvéla.
Tjumen fær með flugvélum kirsu-
ber frá Moldavíu, agúrkur frá Úkra-
ínu, appelsínur frá Marokkó, sjón-
varpstæki, bíla og aðrar nauð-
þurftir, þótt sumt 'komi að sjálf-
sögðu með járnbrautum eða fljóta-
bátum. Flutningar loftleiðis eru
dýmr, en neytendur í Síberíu þurfa
ekki að hafa áhyggjur af þvi, vöru-
verðið er fastbundið og ríkið greið-
ir flutningskostnaðinn.
Á sumrin koma tugir þúsunda af
stúdentum til starfa í Síberíu. Rík-
ið greiðir þeim vel, og á nokkrum
mánuðum geta þeir unnið sér fyrir
mótorhjóli eða vélbát eða ferð til
útlanda. En þeir koma ekki aðeins
vegna peninganna. f þeirra augum
p.t Síbería land ævintýra og róman-
tíkur, og harðræðið og erfiðleik-
ainir, sem fæla hina eldri frá, laða
bá. Og þeir vilja leggja sinn skerf
af mörkum til hins mikla verkefn-
is þjóðarinnar að hrinda í fram-
kvæmd uppbvggingu austan Úral-
fjalla.
Stúdentarnir fara í eins konar
landkönnun til Síberíu, og er þeir
koma aftur í báskólann hvetja þeir
samstúdenta sína að gera slíkt hið
sama. Þá skortir ekki ábyrgðartil-
finningu.
☆
Að skst.
Á opinberu umsóknareyðublaði, sem yfirvöldin í Iowa í Banda-
ríkjunum hafa gefið út, stendur þessi klausa efst:
„Vinsaml. notið ekki skst. f. mikilsv. orð.“
R.M.