Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
án þess að nokkru sinni slægi í bar-
daga. Innrásarliðið hörfaði í algeru
skipulagsleysi, enda var það nær
meðvitundarlaust af öllu því serrýi,
sem þeir höfðu hellt í sig, og skildu
eftir sig 30 skip og 1000 ófæra her-
menn.
Undir dugandi stjórn og með
starfi ágætra kaupmanna, er serrý-
framleiðslan orðin meða'l veiga-
mestu iðngreina Spánar. Af þeim
140 milljónum lítra, sem framleidd-
ar eru ár hvert, eru 125 milljónir
fluttar út til að slökkva þorsta um-
heimsins og í staðinn fær landið
milljarða peseta í gjaldeyri.
Pretar eru jafnar. stærsti við-
skiptaaðilinn og serrý er eina vín-
ið, sem reiknast með í framleiðslu-
vísitölu Bretiands. Hins vegar er
serrýþorsti Hollendinga langmestur,
því þeir innbyrða fimm lítra á ári
á hvert mannsbarn í landinu. Þá
kurna íbúar Jerez og héraðanna
umhverfis ekki síður að meta fram-
le;ðslu sína, og eru þar að auki full-
vissir um læ.knismátt hennar. Uppá-
haldssaga þeirra er um biskup. nokk
urn, sem bjó í Sevilla og dó í hárri
elli 125 ára gamall. Sinn háa aldur
þakkaði hann því, að hann drakk
flösku af serrýi með hádegismatn-
um daglega, þegar hann var frísk-
ur og ef hann kenndi sér einhvers
meins, drakk hann tvær.
Framleiðsla á serrýi er vandasöm,
erfið og tekur mörg ár. Þegar upp-
skerunni er lokið, þarf að herfa
kalkríka mold vínekranna að nýju,
svo unnt sé að hlaða litlar ferkant-
aðar „safnþrær11 við hvert tré, svo
piönturnar hafi eins. mikil not af
vetrarregninu og mögulegt er. Á
veturna eru vínviðarplönturnar mis
kunnarlaust skornar til. Og á sumr-
in, þegar greinarnar svigna undan
þunga berjaklasanna, eru þær
bundnar upp, svo þær brotni ekki.
Þegar svo þrúgurnar fara að þrosk-
asf, er litið eftir vínekrunum frá
varðturnum, til að koma í veg fyrir
þjófnað. Nú á dögum er vínviðnum
plantað með hæfilegu millibili, svo
lítil dráttarvél geti plægt á milli
þei.rra, og aðeins við hátíðleg tæki-
færi eru þrúgurnar pressaðar með
fótunum. Yfirleitt er það verk unn-
ið með stórum, vélknúnum press-
um.
TJm það bil sex klukkustundum
eítir að þrúgurnar eru pressaðar,
fer safinn að gerjast og tekur það
einn mánuð Að því loknu fær vín-
ið að hvílast og hreinsa .sig, meðan
kaidast er í veðri. í febrúar byrjar
svo flokkunin, sem framkvæmd er
af CAPATAZ (verkstjóra) sem vel
kann til verka. Hann smakkar ekki
á víninu, heldur þefar af því. Síðan
skrifar hann dóm sinn á ámuna,
undarleg tákn rituð með krít, og
þessi tákn ráða örlögum vínsins og
þróun þess næstu árin.
Eftir margra ára tilraunir og
mörg mistök komust vínframleið-
endur að því, að amerísk eik var
besta efnið í ámurnar. þar sem vín-
ið er látið gerjast og er geymt.
Timbrið er sctt til Kyrrahafsstrand-
ar Ameríku og ámurnar búnar til
á Spáni, þar sem beikisiðn er enn
í heiðri höfð, þótt mest af verkinu
sé nú unnið með vélum. (Það má
geta þess að ámurnar undan serrý-
inu, sem orðnar eru dökkar af notk-
un eru mjög verðmiklar í Skot-