Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 64
62
ÚRVAL
nákvæmlega valið úrval. Ef eintak
af þeim hluta lenti í höndum óhlut-
vandra manna — teiknara, prent-
ara, steinprentara eða annarra af
sambærilegum stéttum, sem ekki
byggju yfir nægilegum viljastyrk
og þegnskap ■—• gæti einmitt þessi
útgáfa orðið þeim eins og handbók
í því, hvernig hægt er að forðast
mistök annarra, þegar maður býr
sjálfur til peninga heima hjá sér.
Þess vegna verður hver nýr áskrif-
andi fyrst að fá skriflegt samþykki
frá aðalritara Interpol, Jean Né-
pote.
Um 500 héttsettir lögreglumenn
um allan heim fá þessa útgáfu
ókeypis, og yfir 10 þúsund bankar,
kauphallir og aðrar peningastofn-
anir eru gjaldandi áskrifendur.
Hvað gerist, þegar banki eða
einkaaðili uppgötvar falskan pen-
ingaseðil? Fyrst og fremst er haft
samband við þá deild lögreglunnar
á viðkomandi stað, sem fjallar um
fjársvikamál. Þar er flett upp í C
og F, til að ganga úr skugga um,
hvort gefin hefur verið skýrsla um
einmitt þessa fölsun áður. Sé sú
raunin, hefur lögreglan einfaldlega
leit að þeim, sem komið hefur seðl-
inum í umferð, og prentsmiðjunni,
sem hefur framleitt þá. En ef um
er að ræða nýja fölsun, fara hjólin
á stórri vél í gang. Sú lögreglu-
dei.ld, sem hefur tekið á móti til-
kynningunni, lætur seðilinn ganga
áfram til skrifstofu Interpol í við-
komandi landi. Þaðan er seðillinn
sendur með nákvæmri skýrslu til
að'alstöðvanna í Saint-Cloud. Þar
hefjast efnafræðingai og aðrir sér-
fræðingar handa í sérstakri rann-
sóknarstofu um að kryfja seðilinn
til mergjar: myndamóta- eða plötu-
gerð og skriít eru rannsökuð út í
æsar og litarstyrkur prentlitarins
mældur út í daufustu blæbrigði.
Út úr þessu er svo unnin stutt
og skýr skýrsla, þar sem öll frávik
frá ekta seðli koma fram. Skýrsl-
an er send til Amsterdam og þar
eru gerð myndamót af seðlinum
báðum megin Síðan er byrjað að
prenta, og nokkrum tímum seinna
er nýtt blað á leiðinni í allar áttir
— meira að segja til Maó-Kína.
H:ð fljótvirka heimsumspannandi
dreifingarkerfi er veigamikill þátt-
ur, því framleiðsla peningafalsara
getur á okkar dögum komist mjög
langt á skömmum tíma.
22. október 1968 kom tilkynning
til Interpol fré. Accra í Ghana, um
að þar hefði fundist falskur fimm
doliara seðill Hin venjulega rann-
sókn leiddi í ljós, að um var að
ræða alveg nýja fölsun. Frávik og
önnur smáatriði voru send út frá
C og F og komið fyrir í lausblaða-
möppum lögreglu og bankamanna
um allan heim — og í minni þeirra,
sem helst þurftu þar um að fjalla.
Þess vegna minntist lögreglan í
Genf þessa atburðar undir eins,
þegar æstur skartgripasali kom til
hennar í ágúst 1969 með tuttugu og
einn falskan fimmtíu dollara seðil.
Hann hafði fengið þá sem greiðslu
á tveimur gullhringum, fjórum úr-
urn og einni dýrri klukku. Skýrsla
var send til Interpol, ásamt lýsingu
á viðskiptavini skartgripasalans.
Tveimur dögum seinna kom svip-
uð skýrsla frá v.-þýska bænum
Wiasbaden. Þar höfðu tveir menn