Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
aðiir og núna horfinn, var fær um
að rétta mér, ókunnugum mannin-
um, hönd, sem gerði gráa tilver-
una þolanlegri, og gaf mér sjálf-
um innsýn í áhugamál og þarfir
annarra, þá hlýtur hvert og eitt
okkar að geta gert það sama.
Ég var þakklátur þessum látna
vini rriínum fyrir að_ gefa mér for-
dæmi, og settist strax við skrif-
borðið fullur áhuga á þessari
snjöllu uppgötvun, sem ég hélt að
ég hefði gert. Þessi uppgötvun átti
að vera leiðarljós mitt í samskipt-
um við aðra, hugsaði ég með mér.
Og ég vildi ekki eyða tímanum til
ónýtis og fór að hugsa um, hverj-
um ég gæti sent uppörvandi bréf.
Ég valdi viðgerðarmanninn, sem
nýlega hafði gert við bíl konunnar
minnar. Og svo pikkaði ég glaður
á ritvélina.
í næsta skipti, sem ég kom á
bifreiðaverkstæðið, fannst mér að
viðgerðarmaðurinn horfði rannsak-
andi á mig, og um kvöldið sagði
konan mín mér, að hún hefði
skammað hann rækilega fyrir
reikninginn og hótað að koma al-
drei meir nálægt þessu verkstæði.
Hvað hafði ég gert rangt? Ég
lét hugann reika til bréfs vinar
míns og ástæðurnar fyrir því að
hann skrifaði það. Hann hafði með
einföldum orðum látið í ljós ósjálf-
ráðar og ósviknar tilfinningar, en
bréf mitt til viðgerðarmannsins
hafði veirð barið saman með erf-
iðismunum og ekki að öllu leyti
trúverðugt. Ef til vill hefði ég alls
ekki átt að skrifa það. Hefðu nokk-
ur vingjarnleg orð ekki gert meira
gagn?
É'g komst fljótt að því gagnstæða.
Fred vinur minn gerði mikla lukku,
þegar hann skipulagði samkomu í
klúbbnum okkar. Það sögðum við
líka allir honum á eftir. Ég hafði
sjálfur haft sama starf á hendi og
hann og vissi hve mikils tíma og
yfirlegu það krafðist — og ég skrif-
aði þess vegna nokkrar línur til
hans, þó að á þessari stundu hefði
það kannski verið að bera í bakka-
fullan lækinn.
En nei —- það var það alls ekki!
I morgunkaffinu næsta morgun
lagði Fred handlegginn um axlir
mér og sagði: Þakka þér fyrir, kæri
vinur, þakka þér fyrir.“
Bréfið var ekkert sérstakt — að-
eins örfáar línur, eitthvað á þessa
leið: „Vel af sér vikið, Fred. Þakka
þér fyrir allt erfiðið.“ En vegna
þess að ég hafði gert mér það ómak
að festa þakklæti mitt á pappír,
hafði það miklu meiri þýðingru fyr-
ir okkur báða en ella hefði verið.
Við höfðum mexíkanskan garð-
yrkjumann til að hjálpa okkur í
garðinum. Ég hef alltaf verið
ánægður með hann, en fyrir nokkru
tók ég eftir því, að hann hafði gert
vandlega við limgerðið, bundið upp
klifurrósina, sem hundurinn okkar
hafði skemmt, og auk þess límt
saman krukku, sem lá brotin bak
við húsið. Ég settist niður og skrif-
aði nokkur þakkarorð.
Næst, þegar garðyrkjumaðurinn
kom, minntist hann ekkert á bréf-
ið —• ekki fyrr en ég um kvöldið
gerði upp við hann, og hann tók
fram veskið sitt. í miðhólfinu lá
bréfið mitt — krumpið og lúð.
„Sonur minn hefur lesið það fyr-