Úrval - 01.11.1974, Síða 6

Úrval - 01.11.1974, Síða 6
4 ÚRVAL aðiir og núna horfinn, var fær um að rétta mér, ókunnugum mannin- um, hönd, sem gerði gráa tilver- una þolanlegri, og gaf mér sjálf- um innsýn í áhugamál og þarfir annarra, þá hlýtur hvert og eitt okkar að geta gert það sama. Ég var þakklátur þessum látna vini rriínum fyrir að_ gefa mér for- dæmi, og settist strax við skrif- borðið fullur áhuga á þessari snjöllu uppgötvun, sem ég hélt að ég hefði gert. Þessi uppgötvun átti að vera leiðarljós mitt í samskipt- um við aðra, hugsaði ég með mér. Og ég vildi ekki eyða tímanum til ónýtis og fór að hugsa um, hverj- um ég gæti sent uppörvandi bréf. Ég valdi viðgerðarmanninn, sem nýlega hafði gert við bíl konunnar minnar. Og svo pikkaði ég glaður á ritvélina. í næsta skipti, sem ég kom á bifreiðaverkstæðið, fannst mér að viðgerðarmaðurinn horfði rannsak- andi á mig, og um kvöldið sagði konan mín mér, að hún hefði skammað hann rækilega fyrir reikninginn og hótað að koma al- drei meir nálægt þessu verkstæði. Hvað hafði ég gert rangt? Ég lét hugann reika til bréfs vinar míns og ástæðurnar fyrir því að hann skrifaði það. Hann hafði með einföldum orðum látið í ljós ósjálf- ráðar og ósviknar tilfinningar, en bréf mitt til viðgerðarmannsins hafði veirð barið saman með erf- iðismunum og ekki að öllu leyti trúverðugt. Ef til vill hefði ég alls ekki átt að skrifa það. Hefðu nokk- ur vingjarnleg orð ekki gert meira gagn? É'g komst fljótt að því gagnstæða. Fred vinur minn gerði mikla lukku, þegar hann skipulagði samkomu í klúbbnum okkar. Það sögðum við líka allir honum á eftir. Ég hafði sjálfur haft sama starf á hendi og hann og vissi hve mikils tíma og yfirlegu það krafðist — og ég skrif- aði þess vegna nokkrar línur til hans, þó að á þessari stundu hefði það kannski verið að bera í bakka- fullan lækinn. En nei —- það var það alls ekki! I morgunkaffinu næsta morgun lagði Fred handlegginn um axlir mér og sagði: Þakka þér fyrir, kæri vinur, þakka þér fyrir.“ Bréfið var ekkert sérstakt — að- eins örfáar línur, eitthvað á þessa leið: „Vel af sér vikið, Fred. Þakka þér fyrir allt erfiðið.“ En vegna þess að ég hafði gert mér það ómak að festa þakklæti mitt á pappír, hafði það miklu meiri þýðingru fyr- ir okkur báða en ella hefði verið. Við höfðum mexíkanskan garð- yrkjumann til að hjálpa okkur í garðinum. Ég hef alltaf verið ánægður með hann, en fyrir nokkru tók ég eftir því, að hann hafði gert vandlega við limgerðið, bundið upp klifurrósina, sem hundurinn okkar hafði skemmt, og auk þess límt saman krukku, sem lá brotin bak við húsið. Ég settist niður og skrif- aði nokkur þakkarorð. Næst, þegar garðyrkjumaðurinn kom, minntist hann ekkert á bréf- ið —• ekki fyrr en ég um kvöldið gerði upp við hann, og hann tók fram veskið sitt. í miðhólfinu lá bréfið mitt — krumpið og lúð. „Sonur minn hefur lesið það fyr-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.