Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 81
STRÍÐ OG FRIÐUR SOLSHENITSINS
79
írá hræringum og hugsunum kot-
ungs, sem leggur múrsteina í bygg-
ingaflokki vinnubúðanna — dæmd-
ur til nauðungarvinnu vegna þess,
aS hann hafði verið tekinn til fanga
af þjóðverjum — fylgir honum einn
erfiðan dag af 3653 dögum hans í
þrælkunarbúðunum. Þessi þunna
bók er skýrsla um átakanlega bar-
áttuna fyrir lífinu í búðunum, þar
sern ein aukaskeið af fúlli fiski-
súpu verður öllu öðru mikilvægara.
Samt valdi Solshenitsin góffan dag,
í tiltölulega bærilegum fangabúð-
um, vegna þess, ao hann hafði
strengt þess heit að „ýkja ekki
hörmungarnar“.
Fangabúðirnar höfðu svipað yfir-
bragð og Gyðingabúðir nasistanna.
Þar voru varðturnar og leitarljós
og fangarnir gengu aðeins undir
númerum — númer Solshenitsins
var m — 232“*.
Númerin voru prentuð á áberandi
hátt á vondan fangabúninginn. 1H-
er 26. stafurinn í rússneska stafróf-
inn, númerið þýddi að hann far
fangi nr. 26232, aðeins í þessum
búðum*.
Þar sem allir fangarnir voru
stjórnmálalegir fangar, voru þeir
allt frá fyrrverandi háttsettum
embættismönnum, sem dæmdir
höiðu verið fyrir njósnir, og niður
í þá, sem höfðu verið handteknir
aðsins fyrir að vera Úkraínumenn,
Eistlendingar og menn af öðrum
-JII táknar tvöfalt esshljóð.
'Af einhverri óþekktri ástæðu
var númeri hans breytt í lli —• 262
eftir tvö ár.
bjóðernum, sem Stalín hafði ákveð-
ið að eyða. Flutningar milli búða
voru mjög tíðir til þess að halda
íöngunum í stöðugri óvissu og koma
í veg fyrir að hópar mynduðust —
fangarnir áttu að vera án vina og
trúnaðarmanna.
Að menn skyldu þola fangavist-
ina, án þess að umhverfast í skepn-
ur í hegðun sinni gagnvart öðrum,
kom Solshenitsin til að tala um
„hinn sanna mikilleik mannsins,
sem ég uppgötvaði í fangelsinu".
Vegna mikils áhuga síns á mis-
munandi málfari, sem hann heyrði
í fangabúðunum, sat hann oft í frí
tímanum með orðabækur á fleti
sínu og las. Hann fann sér jafnvel
stundir til að skrifa. En vegna þess
að allt, sem kynni að finnast skrif-
að, leiddi til framhaldsdóms, neydd
ist hann til að eyðileggja jafn harð-
an það sem hann skiííaði, en leggja
það á minnið, sem liann hafði áður
fes* á pappír. En hann fann til
köilunar að fullvissa sig um, að
þeir skelfilegu hlutir, sem hann
varð vitni að, féllu ekki í gleymsku.
f einni sögu hans spyr maður
einn í örvæntingu: „Hvað er hægt
að gera — hvers vegna er verið að
halda í lífið?“ Svarið er: „Hvað
við getum gert? Við getum mun-
að“. Hann var sanniærður um, að
banvænan sjúkdóm — gervallt
kerfi óréttlætis og grimmdar í
fangabúðunum —• væri aðeins hægt
að lækna með því að bera vitneskj-
una um það á torg fyrir almenning.
En til þess varð Soishenitsin að
komast af. Til þess var nauðsyn-
legur sá sjáifsagi að hugsa um
hundrað mikilvæg smáatriði á dag,