Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 70
68
ÚRVAL
lögreglu Sovétríkjanna. í honum
bjó og vann rithöfundurinn. Þessa
stundina tók hann sér stutta stund
frá störfum. til þess að hlusta á út-
sendingar aí stuttbyigjuútsendingu
fra sænska útvarpinu Svo hélt
hann áfram að skriía. Vinir hans
segja, að síarfsorka hans sé með
eindæmum „Hann ann sér ekki
andartaks hvíldar," sagði einn
þeirra, „það er alltaf áfram, áfram,
áfram.“
Þessi starfsorka, viljastyrkurinn
og hæfiieikinn til að skipuleggja
hugsanir sínar og starf geta skýrt
fyrirbrigðið Solshenitsin að nokkru.
En til að skilja til fulls hina sér-
stæðu stöðu Solshenitsins sem tákn
ódrepandi og ósigrandi baráttu
mannsins til að vera frjáls, verður
að skyggnast dýpra inn í hið óvenju
lega líf nans, Því að hin ákafa þörf
hans til að nota hvert einasta and-
aríak, heíur aukið við vitundina
um, hve mörgum árum hann hefur
glatað í stríð, fangelsi, veikindi og
einmanalega vörn móti stöðugum
ofsóknurn.
„ÉG VARÐ AÐ SKRIFA." í sept-
ember 1914 gekk ungur hugsjóna-
maður, nemandi í málum og bók-
menntum við Moskvuháskóla, sjálf-
viijugur í rússneska herinn. Hann
va r úr tiltöiulega fámennum hópi
velmenntaðra Rússa, sem voru
ákveðnir í að beita starfsorku sinni
fyrir hið mikla og þá vanþróaða
land. Hann hafði alveg sérstakan
áhuga á kotungunum, • sem voru
djúpt sokknir í fátækt, fáfræði og
hjátrú. Isai Solshenitsin, faðir Al-
exanders, var einnig friðarsinni. En
þegar heirrsstyrjöldin fyrri hófst og
föðurlandið var í hættu, greip hann
til vopna og hélt beint til þýsku
víglínunnar. Hann varð stórskota-
liðsforingi, sem barðist djarflega
fyrir föðuriandið og var þrisvar
heiðraður fyrír hugrekki.
Sumarið 1917 gekk Isai Solshen-
itsin að eiga unga konu, sem eins
og hann var framsækin, menntuð,
með listrænar tilhneigingar. Hjóna-
bahdsathöfnin fór fram við víglín-
una og bað var herprestur, sem gaf
þau saman.
Áður en margir mánuðir liðu,
var stríðinu lokið fyrir Rússland.
Herinn var sigraður, en ásamt hon-
um hafði stjórnin sjálf —• allt keis-
araveldið — hrunið, og skæðar
skærur borgarastríðsins voru hafn-
ar. Solshenitsinhjónin fluttu til
Kislovodsk. borgar v.'ð rætur Káka-
susfjalla í Suður-Rússlandi. Einn
daginn, þegar Isai var á veiðum,
varð hann fyrir voðaskoti er hann
var að hl?.ða riffilinn sinn. Hann
dó nokkrum dögum síðar. Sex mán-
uðum seinna, 11. desember 1918
fæddist svo sonurinn, sem hann
hafði hlakkað svo mikið til að eign-
ast.
Blóðugt borgarastríðið geysaði
meðan rauði herinn barðist við að
koma á sovésku stjórnarfari og hall-
æri herjað' í landinu. Þetta var
skelfilegur tími fyrir einstæða móð-
ur að ala upp barnið sitt. Og í hin-
um nýja strangtrúnaði byltingar-
innar varð móðir Solshenitsins
„óvinur stéttarinnar11, vegna þess
að hún átti ættir að rekja til mið-
stéttanna og var þar að auki mennt-
uð. Það var næstum ógerningur fyr-
ir hana að fr. starf.