Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 112
110
ÚRVAL
sagði hann. ..Sjáðu nú til. Þegar þú
kveikir á þessu öllu á einni og sömu
sekúndu, þá sprengirðu öll örygg-
in. Mér kæmi ekki á óvart þótt þú
hefðir myrkvað hluta af húsunum
í kring líka.“
Við fengum rafmagnsreikning
aftur fyrir nokkrum dögum. Hann
hafði aftur hækkað. Og þá leyndi
sér ekki, að það, að spara rafmagn-
ið, er hreinasta orkusóun.
☆
Orðskýringar:
Þolinmæði: Að geta beðið þess, að fyrri yfirferðin af málning-
unni þorni vel, áður en málað er yfir aftur.
★
Kennsla: Það er þegar upplýsingarnar berast frá minnisbók
kennarans, yfir varir hans um blýant nemandans á spássíurnar í
kennslubókinni, án þess að hafa nokkurn tíma snert heila viðkom-
andi aðila.
★
Móðurgleði: Þegar börnin eru loksins komin í bólið og sofnuð.
★
Stúdent: Maður, sem hefur átt kost á góðri menntun.
★
Fyrstu ellimörkin: Þegar maður er langt niðri í marga daga
eftir að hafa verið hátt uppi eitt kvöld.
Þekktur bandarískur prófessor, William Lyon Phelps, var eitt
sinn kynntur fyrir heldur hæfileikasnauðum rithöfundi, sem hafði
sérhæft sig í ævisagnaritun. ,,Mig hefur alltaf dreymt um að skrifa
bók um yður,“ sagði rithöfundurinn við Phelps. „Eg vonast til að
skrifa ævisögu yðar, þegar þér fallið frá.“
„Þetta hefur mig lengi grunað,“ ansaði Phelps þurrlega. „Og sá
ótti heldur í mér lífinu."
E.E.