Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 106
104
ÚRVAL
BÖRNIN
OKKAR
Eins og sagt var frá í síðasta
hefti, er ætlunin að hafa í Úrvali
dálk með sögum, sem lesendur
kunna að segja af börnum sínum,
skemmtilegum tilsvörum þeirra,
smellnum hugdettum og öðru því,
sem brosa má að í daglegri hegðun
þeirra. Utanáskriftin er Úrval, póst-
hólf 533, Reykjavík, og verða 500
króna verðlaun veitt fyrir bestu
söguna að dómi ritstjórnar. Áskil-
inn er birtingarréttur á öllum sög-
um, sem berast kunna, án tillits til
þess, hvort þær hljóta verðlaun eða
ekki. Öll bréf þurfa að vera merkt
með nafni og heimilisfangi, en ef
bréfritari óskar, verða sögurnar
birtar undir dulnefni eða fanga-
marki.
☆
Verðlaunin fær að þessu sinn ÁG
fyrir eftirfarandi sögu:
’Ég var að reyna að kenna dóttur
minni að telja upp að tíu, en ár-
angurinn var lítill. Afmælisdagur
hennar var að nálgast, svo ég sagði
yið hana: „Þú verður ekki fjögurra
ára, fyrr en þú kannt að telja upp
að tíu.“ Svo lét ég hana hafa eftir
mér tölurnar nokkrum sinnum, og
sagði svo: „Farðu nú með þetta
ein.“
Hún byrjaði: „Einn, tveir, þrír
. . .“ en þagnaði svo. ’É'g dæsti og
sagði: „Tossi! Byrjum aftur.“ Og
hún taldi: „Einn, tveir, þrír, tossi,
fimm sex . . .“
ÁG.
Pétur litli kom hlaupandi inn.
„Mamma, marnma," sagði hann.
„Það er kominn skítur í nýju peys-
una mína.“ Mamma athugaði mál-
ið, og sagði svo: „Þetta er prjóna-
galli, Pétur minn, og ekkert við
því að gera.“ Pétur reif sig úr
peysunni, benti á sjálfan sig og
sagði: „Mamma, sjáðu, það er líka
prjónagalli á mér.“
GG.
Systir mín var hnuggin yfir að
hafa misst tönn, en amma hennar
reyndi ■ að hugga hana: „Bráðum
færðu nýja og hvíta tönn í stað-
inn.“ En telpan lét ekki huggast,
heldur hélt áfram að vola og sagði:
„Nei, heldur rauða.“
HH.
Litla dóttir mín var að vola,' en
þar sem við vorum önnum kafin
og vissum, að ekki var mikið að,
sinntum við henni ekki. Þegar hún
var orðin úrkula vonar um, að
henni yrði veitt athygli, sneri hún
sér að mér og sagði: „Mamma,
skæli ég ekki vel?“
ÁG.