Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL
hann skyndilega hávær hlátrasköll.
Ekkj langt fi'á kom hann auga á 10
menn, sem hópuðust saman utan um
glóðarker. Hann tók þegar stefnu
á þá, og fann þar hluta af setuliði
borgarinnar. Þeir létu bolla ganga
á milli sín og fylltu hann þess á
milli úr potti. sem stóð á glóðunum.
,.Hvað eruð þið að drekka?"
spurði Khayr Bey.
„Herra . . . Yðar náð. Þetta er
katfi, herra . . . það er alveg hættu-
laust,“ svaraði liðþjálfinn og tók
sér réttstöðu.
„Hættulaust?“ öskraði landstjór-
inr. „Ekkert er hættulaust, sem
kemur ykkur til að gleyma settum
ragium og haga ykkur svona rétt
fyrir utan Kaaba. Höfuðsmaður!
Firomtíu svipuhögg á hvern og einn
þessara manna.“
Snemma næsta dag kallaði land-
jtjórinn fjóra yfirdómara í Mekka
á sinn fund, sem útskýrðu fyrir
honum skilning laga múhameðstrú-
arinnar. Ellefu aðrir löglærðir frá
Sýrlandi og Egyptalandi, sem voru
í Mekka, fengu einnig skipun um
að koma til fundar við hann. Og
fyrir þessa háttvirtu samkomu lagði
Kahyr Bey þessa spurningu: Á að
levfa neyslu kaffis með lögum eða
á að banna hana?
Eftir sjö daga umræður með til-
leggi virtustu lækna Mekka, komst
kaffiráðstefnan að þeirri niður-
stöðu, að kaffidrykkju ætti ekki að
leyln á opinberum stöðum eða sam-
komum. Sama. kvöld var öllum
kaffihúsum bæjarins lokað, veit-
ingamennirnir handteknir og kaffi-
birgðir innsiglaðar.
En bannið varaði ekki lengi. Sol-
dáninn í Kairó var ekki ánægður
með ákvörðun landstjóra síns og
krafðist ógildingar hennar. Það
varð vinsælla og vinsælla að nota
kaffi. Tyrkir tóku siðinn upp, þeg-
ar þeir lögðu undir sig Egyptaland
03 Arabíu 1517. Á valdatíma Sulei-
manns I opnuðu nokkrir kaupmenn
frá Aleppo og Damaskus fyrsta
kaffihúsið í Konstantinopel 1554,
og fleiri fylgdu í kjölfarið. Þau
vöktu athygli og drógu að sér gáfu-
menn, skáld, rithöfunda, prófessora,
stúdenta og opinbera starfsmenn —
sem varð til þess, að þau hlutu
nafnið „skóli þekkingarinnar“.
Leonhardt Rauwolf, læknir frá
Augsborg, gaf út 1582 frásögn af
ferðum sínum í Mið-Austurlöndum.
„Meðal margra annarra ágætra hafa
múhameðstrúarmenn drykk, sem
þeir halda mikið upp á, og kalla
chaube,“ skrifaði hann. „Hann er
svartur eins og blek og mjög hjálp-
legur í mörgum sjúkdómstilfellum,
sérstaklega í maga. Þeir drekka
hann svo heitan sem hægt er, úr
djúpum krukkum eða postulíns-
bollum. Þeir drekka af bollanum
með jöfnu millibili, drekka aðeins
lítið í einu og rétta hann svo næsta
monni.“
Það áttu eftir að líða hundrað ár,
áður en fyrsta kaffihúsið var opnað
í Evrópu. Heiðurinn af því á meðal
annarra Franz Georg Kolschitzky.
Árið 1683 sló tyrkneski herinn
upp búðum fyrir utari múra Vínar-
bo’-gar og stöðvaði samgöngur að
og frá borginni. Fólkið svalt, og
taiað var um uppgjöf. Pólverji, sem
lengi hafði búið í Tyrklandi, Kols-
chitzky, bauðst fríviljugur til að