Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 115
LAND ÚR LEIÐ INN ÚR KULDANUM
113
kommúnisma upp á Austur-Þýska-
land árið 1943. hefur landið verið.
utanveltu í samfélagi þróaðra Evr-
ópuríkja, litið hornauga sem vara-
söm strengbrúða Sovétrússlands. En
undanfarið hefur verið unnið mark-
visst að því að eyða spennunni
milli austurs og vesturs, og ekki
síður milli hinna tveggja þýsku
þjóða, og þetta hefur í för með sér,
að útlaginn er nú að koma inn úr
kuldanum. f október fyrir ári var
Austur-Þýskaland tekið í félag
hinna sameinuðu þjóða. Um 90
þjóðir hafa tekið upp stjórnmála-
samband við ríkið, og ráðgert er,
að Bandaríkin opni þar sendiráð
innan tveggja ára.
REIÐSTÍGVÉL OG GÆSAGANG-
UR. í öll þessi ár hefur Austur-
Þýskaland einangrað sig frá Vest-
urlöndum, en hefur nú opnað —
varfærnislega að vísu — fyrir vest-
rænum blaðamönnum. Nýlega var
mér hleypt inn í landið í Helm-
stedt, og ég ferðaðist um það á
eigin bíl í tvær vikur. Ég komst
að raun um, að margvíslegar breyt-.
ingar eru að verða í landinu, og
breytingin er snögg.
Athyglisverðar nýjar útborgir
hafa risið við borgir eins og Leip-
zig og Dresden, með rúmgóðum
gangstéttum og gosbrunnum. A.-
Berlín hefur af 39 hæða hóteli að
státa; hæsta hóteli í báðum Þýska-
löndunum, og geysistórum sjón-
varpsturni með kaffihúsi, sem snýst
hægt í hringi í 200 metra hæð.
Verksmiðjurnar framleiða síaukið
magn af nákvæmnistækjum, sjón-
glerjum, efnafræðilegum efnum,
rafeindabúnaði og vélum. í Rostock
á Eystrasaltsströnd, hefur verið
gerð ný og fullkomin höfn. Austur-
Þjóðverjar byrjuðu með tvær hend-
ur tómar, en hafa nú komið sér upp
yfir 200 hafskipum. Skólar virðast
vera hvarvetna. Húsakostur er enn-
þá ófullnægjandi, en byggingum
íbúða fleygði fram í öllum þeim
12 borgum, sem ég heimsótti.
En lengi lifir í gömlum glæðum.
Við minnismerki' fórnarlamba fas-
isma og hernaðar, sem stendur í
Austur-Berlín, sá ég hermenn í
reiðstígvélum með stálhjálma mar-
séra með gæsaganginum, sem heim-
urinn man ennþá fullvel. Og á þeim
tímum, sem gæsagangurinn minnir
á, báru leiðtogar nasista barmmerki
til að sýna stöðu sína; nú til dags
gera 1,9 milljón austur-þjóðverja,
félagar í Kommúnistaflokknum, ná-
kvæmlega hið sama. Og, eins og í
gamla daga, má sjá fjöldagöngur
ungmenna, stöðuga dýrkun ríkis-
ins, og sínálæga leynilögregluna.
Raunverulega er Austur-Þýska-
land ennþá eitt allra kúgaðasta rík-
ið austan járntjalds. Á sama tíma
og menntamenn Rússlands láta
mótmæli sín hljóma um víða ver-
öld, heyrist varla tíst í austur-þjóð-
verjum. Og hlýðni í þessu hjarta
Prússlands er ekki framkölluð með
ofbeldi, hún liggur í eðli þjóðar-
innar. Stjórn landsins barði á fyrstu
áratugum eftir stríð niður upp-
reisnartilraunir með harðstjórn. Nú
þarf ekki lengur að beita hervaldi
til þess. Nú er þeirri aðferð meira
beitt að ógna með því að koma í
veg fyrir menntunarmöguleika,
ásamt félagsiegum og starfslegum
þvingunum.