Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
Valdaránið í Chile er mönnum enn i fersku minni.
Ef til vill hefur farið framhjá fleirum, að alþjóðleg
rannsóknarnefnd hélt réttarhöld í Helsinki í
Finnlandi, þar sem farið var í gegnum stafla
af skjölum um valdaránið, og fórnarlömb og
sjónarvottar yfirhegrðir. Rannsóknarnefndin lwað
upp þann úrskurð, að herforingjastjórnin í Chile
hefði framið svívirðilegan glsep gagnvart þjóðinni.
GENRIKH 30R0VIK OG KAREN KHACHATUROV
Chile má ekki gleymast
*í—"
B
laðamennska er mis-
kunnarlaust, mjög mis-
kunnarlaust starf. í gær
^ stóð þessi granna kona
með stóru augun, sem
sýndust ennþá stærri
vegna táranna, í ræðustólnum í
samkomusalnum í Dipoli í Helsinki
og reyndi að harka af sér, meðan
hún lýsti því hvernig eiginmaður
hennar lét lífið. í dag erum við
enn að tala um þetta sama, vegna
þess að vitnisburður hennar var
stuttur: Hún gat einfaldlega ekki
sagt meira, hún hafði ekki orku til
þess. En blaðamannsstarfið krefst
smáatriða. Okkur leið eins og við
værum að rífa umbúðir af djúpu
sári.
Konan lýsti smáatriðunum; hún
skildi að það var nauðsynlegt fyrir
málstað þess, sem hún trúði á og
þjónaði með því að koma til Hels-
inki, þar sem alþjóðleg rannsóknar-
nefnd hélt fjögurra daga fund til
að rannsaka glæpi herforingja-
stjórnarinnar í Chile. Þess vegna
samþykkti hún þegar í stað að tala
við okkur og kinkaði uppörvandi
kolli til okkar, þegar við þorðum
ekki að bera fram fleiri spurning-
ar. Hún heitir Joan Turner. Hún
— sputnik —