Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 85
STRÍÐ OG FRIÐUR SOLSHENITSINS
83
saklaus. Og sumarið 1956 fór rit-
höfundurinn, þá 37 ára gamall, frá
Kasakstan, „irjáls“ maður að lok-
ura.
Solshenitsin settist að í subbu-
legu þorpi, hátt á annað hundrað
kílómetra norðvestur af Moskvu, á
landsvæði, sem hann kallaði
,,k:jarna föðurlandsins". Hann tók
enn einu sinni til við kennslustörf.
Hann fékk herbergi í hrörlegu
hreysi, sem roskin kotungskona
átti. Þar vann hann af kappi við
handrit sín langt fram á kvöld og
félagsskapurinn var köttur, her-
skari músa og þjótandi kakkalakk-
ar. Hann gerði hvert uppkastið eft-
ir annað, endurritaði hverja setn-
ingu oftar en einu sinni og valdi
hvert einasta orð af alveg sérstakri
natni.
BÓKMENNTAAFREK. í stuttri
ferð til Moskvu hafði hann rekist
aftur á Natalju Resit.ovskaju. Fund-
ur þeirra var fremur stuttur en
efiir hann leituðu minningarnar á
bau bæði. Eftir mikið tilfinninga-
rót ákváðu Solshenitsin og Natalja
að ganga í hjónabarrd á ný. Hann
flutti til hennar í deyfðarlega borg,
Rjasan, um 200 km suðvestur af
Moskvu, þar sem hún kenndi í bún-
aðarskóla. Hann dró einnig fram
lífið með kennslu og skrifaði á
nóttunni.
,.Þíðan“ 1956 hafði gert bók-
menntir Sovétríkjanna töluvert
frjálsari, og rithöfundar máttu nú
snarta, ef þeir gerðu það fínlega,
málefni, sem áður höfðu verið
bönnuð. En það var ekki minnsta
von til þess, að verk Solshenitsins
yrðu gefin út í Rússlandi, vegna
þess hve einörð þau voru.
„Ég var viss um, að ég myndi
aldrei á ævinni sjá línu af verkum
mínum á prenti," sagði hann síðar.
Eiuasta markmið hans var að skrifa
eins hratt og rétt og hann gat, vegna
sannleikans sjálfs og komandi tíma.
En skyndilega — bókstaflega á
einni nóttu — breyttist þetta. 1961
hóf Nikita Krúsjeff, af mörgum
mismunandi ástæðum, enn harðari
krossferð gegn Stalínismanum.
Hann átti andstæðinga innan raða
æðstu manna Sovétríkjanna, og sá
sér leik á borði að gera þá óvirka,
með þá að stimpla þá Stalínista.
Til að koma þessu í kring, þurfti
hann að draga skelfingar Stalínis-
mans fram í dagsljósið.
Þannig stóð á því, að á þingi
kommúnistaflokksins í október 1961
kom ræðumaður eítir ræðumann
og lýsti skelfilegum svikráðum og
glæpum Stalíns og handbenda
harxs, allir undir stjórn Krúsjeffs.
„Stalín er ekki lengur lifandi," til-
kyr.nti fyrsti ritari kommúnista-
flokksins, „en við teijum nauðsyn-
legt að segja frá aðíerðum hans,
svo slíkir hlutir endurtaki sig
ekki.“ Hlutverk bókmenntanna við
þessar nýju kringumstæður var
skvrt af áhrifamiklum ritstjóra, Al-
exander Tvardovski, sem sakaði
sovéska rithöfunda um að „segja
ekki allan sannleikann um þjóðfé-
lagsvandamál Sovétríkjanna". Eftir
þeíta sýndist leiðin opnari en áður
fyrir heiðarlega frásögn af Stalíns-
tírnanum.
Solshenitsin hafði, að áeggjan
nánustu vina sinna, sem voru gagn-