Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 87
STRÍÐ OG FRIÐUR SOLSHENITSINS
85
fjöldaútgáfa á Degi í lífi Ivans
Denisovits, 750.000 eintök, sem voru
geíin út í janúar 1963, fullnægðu
hvergi nærri eftirspurn og fólk,
sem tókst að ná í eintak af bók-
inni, varð að skrifa upp langa lista
af vinum, sem óskuðu að fá bók-
ina lánaða.
Þessi litla saga hafði gífurleg
áhrif. Á Vesturlöndum, þar sem
hún varð forsíðufrétt flestra blaða,
var hún lesin með miklum spenn-
mgi og forvitni, og í Austur-Evrópu
voru verk Solshenitsins lesin með
ólýsanlegri gíeði. Hann var skírasta
ástæðan til þess að vona, að Sovét-
ríkin losuðu nú takið á leppríkjum
sínum. Það er óhætt að segja, að
engin ein saga eða rithöfundur hafi
haft jafn mikil áhrif á land sitt,
hvað þá allan heiminn.
HALLAR UNDAN FÆTI. Sol-
shonitsin vai' þegar í stað frægur
en reyndi eins og hann gat að forð-
ast sviðsljósið. Hann fyrirleit blaða
msnn, forréttindi og laun. Vildi
ekki einu sinni flytja til Moskvu.
Þess í stað lifði hann nákvæmlega
eins og áður, lifði við kröpp kjör i
Rjasan í íbúðinni sinni, hjó sér í
eldinn og mokaði snjó frá dyrun-
um í köflótta jakkanum sínum, með
hatt og eyrnaskjól. Einu undan-
tekningarnar frá þessu voru þær,
sem veittu honum meiri tíma til
að skrifa. Fyrir ritlaunin, sem hann
fékk fyrir sænsku útgáfuna af bók-
inni — einu erlendu ritlaunin, sem
hann fékk til Sovétrikjanna í nærri
10 ár — keypti hann sér Moskvits-
bíl. Hann þáði aðild að Rithöfunda-
sambandinu, sem er nærri eina fé-
lag rithöfunda í Sovétríkjunum.
Hann hætti að kenno, til að ein-
beita sér algjörlega að sagnaritun.
En það var meira á bak við þá
ákvörðun hans að láta frægðina
ekki grípa sig, heldur en óttinn við
að tapa á þvi tíma — hann óttað-
ist einnig breytingar á þeim póli-
tísku kringumstæðum. sem leyfðu
það að bók hans var gefin út. Því
m-ður hafði hann rétt fyrir sér.
Dagur í lífi Ivans Denisovits mark-
aði raunar hámark andstalínismaris.
Alh síðan hefur hallað undan fæti.
Andstalínisminn gerði framá-
mönnum í kommúnistaflokknum,
röðum skrifstofuveldis og kerfis-
þjóna, lífið rr;jög leitt. Hann ógn-
aði störfum þeirra, stöðu, forrétt-
indum og heljartaki þeirra á þjóð-
inrd. Þeir gerðu kröftuga gagn-
árás. Krúsjeff var þegar orðinn
veik.ari, vegna mistaka sinna með
eldflaugaævintýrið á Kúbu og ann-
arrar ,,ævintýramennsku“. Hann
tók nú að varpa fyrir borð nokkr-
um stefnumála sinna til að bjarga
sínu eigin skinni. Hann tók nú með
háum hljóðum að heimta meiri
strangtrúnað í listum.
Afturhaldssamir gagnrýnendur
fundu sig nú frjálsa í að ráðast á
Dag í lífi Tvans Denisovits. Þeir
sökuðu Solshenitsin að sverta sann-
leikann, um „slæma hugsun“, um
að sýni ófullnægjandi skilning á
stórkostlegum störfum flokksins í
þágu baráttunnar gegn óvinum
innan ríkisins, meðan verið var að
koma á sósíalisma í Sovétríkjun-
um. Höfundur Dags í lífi Ivans
Denisovits hafði staðið næstur því
að vinna hin mikiísverðu Lenin-
verðlaun Veitingu þeirra var frest-