Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 24
22
ÚRVAL
sem höfðu fengið áhuga, lofuðu
10.000 trjám í viðbót. Wendy fékk
líka ríkulegan styrk frá staðnum
sjálfum. Sem drengur hafði Aissa
Benaissa tekið þátt í frelsisstríð-
inu gegn frökkum, með því að
starfa sem sendiboði fyrir FLN, als-
írsku neðanjarðarhreyfinguna.
Hann naut mikillar virðingar í Bou
Saada og hvatti æskufólk bæjarins
til að vinna fyrir Wendy.
Aður en langt um leið varð Wen-
dy vel þekkt persóna í Bou Saada,
með döðlupálmum og leirklesstum
hvítkölkuðum húsunum. í bæ, þar
sem konurnar urðu að bera blæjur,
gekk hún frjálslega um göturnar,
meðhöndlaði karlmennina sem jafn-
ingja og sagði þeim meira að segja
hvað væri helst til ráða, svo bar-
áttan við eyðimörkina færði þeim
sigur.
Hún hugsaði líka um þá fátæku
í Bou Saada. 90% karlmanna voru
atvinnulausir, börnin vannærð og
illa klædd. Hún útvegaði peninga
gegnum góðgerðastofnanir og kom
á fót forðabúri, þar sem börnin
gátu fengið mjólk og föt.
10.000 trjám frá stjórninni átti
að planta út 20. desember 1964.
Wendy lýsti eftir sjálfboðaliðum.
Hún hafði búist við um það bil
hundrað, en þegar hún ók út að
eyðimörkinni þann morgun, var
lögregla meðfram veginum og
þriggja manna hljómsveit með
trommur og flautu var á leiðinni
úteftir til hennar — á eftir komu
þúsundir manna á ölium aldri, sem
voru reiðubúnir að leggja sitt að
mörkum.
Þetta var annasamur dagur og
nokkur tré voru sett niður í plast-
pokunum eða jurtapottunum, sem
þau komu í, en að lokum stóðu þessi
litlu, sterku tré í löngum röðum í
eyðimörkinni fyrir utan Bou Saada.
FLEIRI TRÉ. Flest trén lifðu af
sumarið 1965. Þegar veturinn kom,
var aftur hafist handa við trjá-
plöntunina — í þetta sinn voru það
56.000 plöntur. Heppnin hafði ver-
ið með Wendy, plönturnar í fyrsta
tilraunareitnum, sem aðeins höfðu
verið 25 cm háar, þegar þeim var
plantað út, voru nú rnannhæðar há-
ar. Og stöðugt fleiri réttu hjálpar-
hönd við það verk, sem Wendy
hafði byrjað á —• alein.
Jafnvel í „ramadan" — föstu-
mánuði múhameðstrúarmanna —
var haldið áfram að planta út. Á
sama tíma gerði Wendy tilraunir
með að sá byggi, hveiti, maís, hirsi
og grasi meðfram röðum trjánna,
sem þegar voru farin að vaxa. Það
átti að vera endanleg tilraun henn-
ar með ræktunina, vegna þess að
hún vonaðist til að geta ræktað
þessar tegundir án þess að efna-
bæta jarðveginn eða vökva hann.
Jarðvegurinn var vel birgur af mik-
ilvægustu steinefnunum og milli
trjánna hafði hún plantað út gulri
akasíu frá Vestur-Ástralíu, sterkri,
jarðvegsbindandi belgplöntu. Þess-
utan vonaðist hún til. að eucalyptus-
trén myndu gera vökvun óþarfa
með því að mynda raka í jarðvegi
tilraunasvæðisins.
En þurrkurinn ógnaði. Frá des-
ember og fram í febrúar er meðal-
úrkoma í Bou Saada 200 mm. Á
tímabilinu 1965—1966 kom næstum
því ekkert regn. Wendy sendi ör-