Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 105
GALLABUXUR — ÓSLÍTANDI TÍSKA
103
fyrir okurverð til fínna búða og
fyrirtækja, þar sem notaðar galla-
buxur voru eftirsóttari en nýjar —
og kostuðu meira.
„Blue jeans“ flugu frá Kalifor-
níu og yfir hafið. Þýskir verslunar-
menn, franskir búðaeigendur,
spánskir bankamenn í fríi lögðu
fínu fötin á hilluna og hysjuðu upp
um sig gallabuxurnar. Konur þeirra
og börn klæddu sig eins ,og þau
ætiuðu í gamaldags dýraskoðun.
Táningar, sem voru að slíta sig
lausa úr viðjum fiölskyldnanna,
keyptu gallabuxur með innbyggðri
sveiflu og kynþokka til að gera
frelsi sitt lýðum Ijóst.
Levi Strauss kom inn á markað-
inn utan Bandaríkjanna 1960, fyrst
með útflutningi og síðan með eigin
framleiðslu í öðrum löndum. Nú
heíur fyrirtækið skrifstofur í 35
löndum og verksmiðiur í 12, og al-
þjóðadeild fyrirtækisins annast nú
róskan fjórðung af öllum viðskipt-
um þess, sem er um 80—100 millj-
arðar króna á ári.
Um allan heim hefur gallabuxna-
dellan gripið framleioendur. Á hinni
miJdu, árlegu kaupstefnu fyrir
he"ra- og drengjaföt í Englandi
sýndu yfir 50 framleiðendur galla-
föt. Salan í löndum efnahagsbanda-
lagsins hefur farið yfir 100 milljón
buxur á ári. í Hollandi er talið, að
40 % íbúanna gangi í gallabuxum
á hverjum degi. í Ítalíu hefur aug-
lýsingin, sem er skopstæling á mál-
verki Michelangelos í Sixtínsku
kapellunni. verið viðurkennd. Þar
er sjálfur himnafaðirinn látinn rétta
Adam Levi's buxur. T Ástralíu eru
80% af öllum seldum buxum galla-
buxur. f Danmörku er ekki lengur
eítirspurn eftir níðþröngum galla-
buxum. Nú eiga þær að hafa víðar
skálmar, breið uppábrot og yfirleitt
að vera þægilegar iveru. í einni
búð á Strikinu er 85% af sölunni
buxur, sem búið er að gera upplit-
aðar.
En það er líklega hvergi nema
í Frakklandi, sem blandað er sam-
an gallabuxum og hinni göfugu yf-
irststtatísku. Þekktur tískuhöfund-
uv hefur á boðstólum ýmis tilbrigði
við gallafatatískuna. Og nú standa
fír.ustu kaupendur heims í röðum
ti! hess að mega gefa 12—14 þús-
und krónur fyrir pelsbryddaðar,
klæðskerasaumaðar gailabuxur, ná-
kvæmlega gerðar eftir 1000 króna
póstverslunarbuxum að öllu öðru
leyti.
Ckyldu framleiðendurnir vakna
við það einn góðan veðurdag, að
framleiðsla beirra sé úrelt eins og
harðkúluhatturinn og hnésíðu nær-
buxurnar? Þeir vita ailir, að tískan
er duttlungafull, en hafa að þessu
sinni tröllatrú á, að eitt tískufyrir-
brigði sé komið til langdvalar. Einn
prófessorinn í Yale-háskóla segir,
að gallabuxurnar séu tákn ,,per-
sónufrelsis og samræmis“ — og
hver keppir ekki eftir því?
Gamlar eða nýjar, venjulegar
eða skreyttar — gallabuxurnar eru
ekk' á undanhaldi. Þeim hefur að
minnsta kosti heppnast að gera
það, sem pólitíkusunum tókst ekki:
Að safna fólki af öllum kynþáttum
á þessari þrætugjörnu jörð, saman
um einn hlut: Að ganga í eins
buxum.
Á