Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 22
20
um og ræktuðum ökrum, umlukta
grænum skógarbeltum. Hún minn-
ist orða Jesaja spámanns: „Eyði-
mörkin skal gleðjast og blómstra
fagurlega sem rós“ — og gengur
til orrustu við hinn gráa sand. í
fljótu bragði virðist Wendy Cam-
pellpurdie fremur ösjáleg og ófram-
færin, en bak við lítilláta fram-
komu hennar býr iárnharður vilji.
Hún er fædd á Nýja Sjálandi, af-
komandi fyrsta kristna trúboðans,
sem settist að í landinu, og í æsku
sinni hafði hún.mikið dálæti á risa-
trjánum og hinum voldugu regn-
skógum á fæðingarey sinni. Þar
með var allt upptalið Hún hafði
engan ræktunaráhuga, og þegar hún
varð eldri vildi hún verða hjarta-
skurðlæknir eða biaðamaður. Svo
kom síðari heimsstyrjöldin og hún
keyrði Rauðakrossbíl á milli þess
sem hún lærði við háskólann í
Auckland. Hún var ekki mjög
áhugasamur nemandi og tók engin
próf.
Eftir stríðið fór Wendy, eins og
aðrir ungir nýsjálendingar í Evrópu
ferð, og varð forstöðukona á pen-
sjónati í háskólabænum Oxford.
Það var notaleg tilvera. en Wendy
leitaði að takmarki með lífi sínu,
og hún var viss um að það fyndi
hún ekki í Oxford.
VOLDUGAR VITRANIR. Hún
hafði enga ró í sínum beinum og
fór til Frakklands til að kenna.
Þaðan hélt hún til Korsíku, þar sem
hún fékk starf við enskt timbur-
fynrtæki, því fylgdu mikil ferða-
lög um skóga Korsíku og þá vakn-
aði áhugi hennar á trjám, sérstak-
lega Korsíkufurunni, sem er mjög
ÚRVAL
fallegt tré, sem gefur af sér verð-
mætt timbur.
Á ferð sinni í Englandi heimsótti
hún Richard St. Barbe Baker,
stofnanda „Sambands skógræktar-
manna“, sem sérhæfir sig í athug-
unu.m á þolni trjátegunda hvaðan-
æva úr heiminum. Hún vonaðist til
að geta talið hann á að flytja Kor-
síkufuruna til Englands.
Þessi ferð breytti lífi Wendyar.
Hún fékk aldrei tækifæri til að
minnast á Korsíkufuruna. Hún
hafði ekki fyrr tekið sér sæti, en
St. Barbe Baker sagði: „Ég hefði
viljað rækta upp Sahara.“ Wendy
var orðlaus. Hvað kom þetta henni
við?
St. Barbe Baker var maður, sem
lét ekki slá sig út af laginu, þegar
hann einu sir.ni hafði tekið eitthvað
í sig. Hann talaði lengi um jarð-
vatn, litlu runnana, sem sýna hvar
vatnið finnst, um tuarega, hinn
stóra Bedúínaþjóðflokk, sem hafði
misst haglendi sitt undir eyðimörk-
ina. Þegar hann hætti að tala, var
Wcndy ljóst, að þessar stórkostlegu
draumsýnir um ræktun Sahara
væru einmitt það lífsverkefni, sem
hún hafði leitað að.
Leiðin til Sahara var ekki auð-
veld. St. Barbe Baker varð veikur
skömmu fyrir fund þeirra, en hann
lagði sig í framkróka við að hjálpa
henni. Wendy flaug til Rómar til
að sækja um starf við Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna (FAO), sem hún hafði
heyrt að væri að fara með hóp til
að rækta upp Líbísku eyðimörk-
ina. En próflausa konu vildu þeir
ekki hafa með sér.