Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 11
8
Hættulegur hraði heillar, en krefsl
ímyndunarafls og mannslifa.
SONNY KLEINFIELD
Hraðamet á hjólum
•x-
•X T
v / / \ i *
*4 *
*****
norð-vestur ríki Utah
í Bandaríkjunum er
víðáttumikil saltslétta,
svo auð, svo gersneydd
öllum gróðri, að hægt
er að horfa í allar áttir
og sjá ekkert annað en ávala jarð-
arinnar. Hreggstormar vetrarins
leggja vatnslag yfir sléttuna, svo
mikið, að það tekur nokkra daga
að gufa upp. Á sumrin-bakar sól-
in sléttuna eitilharða.
Þessi óraunverulega allsleysa er
Bonneville saltslétturnar, þar sem
geðþekkur ökumaður að nafni
Garry Gabelich ætlar einhvern
tíma á næsta ári að troða sér ofan
í ekilssætið á afkáralegu ökutæki,
sem líkist einna helst 10 metra
löngum kúlupenna, rífa það af stað
með miklum gauragangi og þeys-
ast á því yfir saltsléttuna. Verði
hann heppinn, nær hann rúmlega
1200 km hraða — sem nægir til
að sprengja hljóðmúrinn. Verði
hann óheppinn, mun bíllinn hans
og hann splundrast yfir margra
ferkílómetra svæði.
9
Til að gera þessa stund að veru-
leika, mun Gabelich þá hafa eytt
sem svarar 48 millj. króna, til að
fullgera bílinn sinn, en mest af
því fé er fengið úr höndum stórra
og fjársterkra fyrirtækja. Hann
hefur lagt dag við nótt til þess að
gera tækið, sem hann vonast til að
geti ekki aðeins farið fram úr hljóð'
hraðanum, heldur einnig þeyst yfir
saltsléttuna á nærri 1700 km hraða
á klukkustund. Þó er Gabelich ekki
að gera þetta til að ná sér niðri á
keppinauti, hann á sjálfur heims-
met í hraðakstri, sem hann setti,
þegar hann þeyttist yfir saltslétt-
una með 1001,6 km hraða á klst. í
eldflaugaknúnum bíl 23. október
1970.
Fyrsta hraðamet á landi var sett
18. desember 1898 og var þar að
verki frakki, Gaston de Chasse-
loup-Laubat. Franskt bílatímarit
La France Automobile, fékk þá
hugmynd að standa fyrir tveggja
kílómetra kappakstri á sléttum vegi
í Acheres, borg vestur af París.
Chasseloup-Laubat geystist vega-
lengdina í rafmagnsbílnum sínum
með 63,14 km hraða á klukkustund.
Chasseloup-Laubat hafði enga hug-
mynd um hvaða brjálæði hann
hafði hleypt af stað. Innan mánað-
ar hafði belgískur uppfinningamað-
ur, Camille Jeantzy að nafni,
hrundið því meti með 66,65 km
hraða á klst. Metið fór yfir 160 km
hraða árið 1904, yfir 320 km hraða
1927, yfir 480 km hraða 1935, 640
km 1963 og þannig áfram þar til
náð var yfir 1000 km hraða árið
1970. Alls hafa 34 menn átt heims-
met í hraðaakstri einhvern tíma á
þessu bili.
Frægastur hraðakstursmanna er
án efa Malcolm Campbul, englend-
ingurinn hugdjarfi frá Chislehurst
í Kent. Hann átti níu hraðamet —
fleiri en nokkur annar, milli 1924
og 1935, og Georg konungur V sló
hann til riddara fyrir árangurinn.
Miklu seinna, milli 1960 og 1970,