Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 37
HERVIRKI MANNRÆNINGJA í ARGENTÍNU
35
mannræningja getur verið allt að
40 manns úr mörgum slíkum hóp-
um. Þeir deilast svo aftur í minni
hópa, sem hver hefur ákveðið verk-
efni, s. s. varðstöðu, framkvæmd
ránsins, varðveislu fangans og samn
inga. Félagar hópanna þekkjast
ekki og nota eingöngu fornafn.
(Þetta er mjög öruggt þarna, þar
sem fornöfn eru aðeins notuð inn-
an nánustu fjölskyldu — þýð.). Að
loknum sínum hluta áætlunarinnar
heldur hver til sinna fyrri félaga
á ný, og hafa eftir það enga aðild
að framkvæmd málsins.
Laun félaga þessara hópa svara
til launa iðnverkamanns, en þeir fá
aldrei hlut í lausnargjaldinu. Þær
miklu upphæðir renna til aðal-
stöðva ERP, sem notar féð til launa-
greiðslna, vopnakaupa, styrkja til
kommúnista í öðrum löndum Suð-
ur-Ameríku og einnig sem greiðslu
til fræðslu nýrra féiaga. Eftir að
hafa fengið fúlguna fyrir Samuel-
son, hafði ERP hann áfram í haldi
í einn mánuð, svo tími ynnist til
að yfirfæra peningana (142 þúsund
Bandaríkjadali í 100 dollara seðl-
um) til erlendra banka, þar sem
ekki yrði unnt að rekja slóð þeirra.
GADDAVÍR. Sú hætta á mann-
ránum, sem sífellt vofir yfir, hefur
leitt til að margir erlendir verzl-
unarmenn í Argentínu og ýmsir
velstæðir Argentínubúar lifa í stöð-
ugu umsátursástandi. Sum fyrir-
tæki s. s. Ford og IBM hafa flutt
alla erlenda forstjóra og fjölskyld-
ur þeirra frá Argentínu. Þeir sem
eftir eru, verjast með mjög um-
fangsmiklum varúðarráðstöfunum.
Erlendur bankastjóri sagði: „Ótt-
inn heltekur allt. Meira af tíma
mínum fer til að framkvæma hin-
ar ýmsu varúðarráðstafanir heldur
en til bankaviðskipta.“
Fyrir nokkru dvaldi ég yfir helgi
hjá bandarískum verzlunarmanni
og fjölskyldu hans á heimili þeirra
.skammt utan við Buenos Aires. Við
venjulegar aðstæður hefðum við
farið á veðreiðar síðdegis á laugar-
dag, snætt kvöldverð á góðum veit-
ingastað, vaknað á sunnudags-
morgni til að spila golf og boðið
nágrönnunum til veislu um kvöld-
ið. En nú er sá tími liðinn. Hús
vinar míns er orðið að virki. Riml-
ar eru fyrir gluggum og í þeim er
skothelt gler, og allar hurðir tryggi-
lega læstar. Á garðveggnum liggja
gaddavírsflækjur, og um nætur er
garðurinn baðaður geislum ljós-
kastara. Allan sólarhringinn eru
vopnaðir verðir á ferli í garðinum
og á götunni fyrir framan. Aðrir
eru á veröndinni eða í forstofunni
og þeir hafa stöðugt samband sín
á milli með labb-rabb tækjum. Ég
kom ekki út fyrir garðinn alla
helgina.
Á mánudagsmorgninum fylgdi ég
vini mínum inn í borgina, sem er
hálftíma akstur. Við yfirgáfum ekki
húsið fyrr en verðirnir á götunni
gáfu grænt Ijós, vörður var á hvora
hlið okkar meðan við gengum út,
þar sem þrír luktir bílar biðu und-
ir vernd fimm varða. Við settumst
í aftursætið á mið bílnum.
„Við ökum heiman og heim á
miklum hraða og bílarnir aka í
þéttri röð, svo aðrir bílar geti ekki
komist á milli okkar,“ sagði vinur
minn. „Við förum yfir á rauðu ljósi