Úrval - 01.11.1974, Page 37

Úrval - 01.11.1974, Page 37
HERVIRKI MANNRÆNINGJA í ARGENTÍNU 35 mannræningja getur verið allt að 40 manns úr mörgum slíkum hóp- um. Þeir deilast svo aftur í minni hópa, sem hver hefur ákveðið verk- efni, s. s. varðstöðu, framkvæmd ránsins, varðveislu fangans og samn inga. Félagar hópanna þekkjast ekki og nota eingöngu fornafn. (Þetta er mjög öruggt þarna, þar sem fornöfn eru aðeins notuð inn- an nánustu fjölskyldu — þýð.). Að loknum sínum hluta áætlunarinnar heldur hver til sinna fyrri félaga á ný, og hafa eftir það enga aðild að framkvæmd málsins. Laun félaga þessara hópa svara til launa iðnverkamanns, en þeir fá aldrei hlut í lausnargjaldinu. Þær miklu upphæðir renna til aðal- stöðva ERP, sem notar féð til launa- greiðslna, vopnakaupa, styrkja til kommúnista í öðrum löndum Suð- ur-Ameríku og einnig sem greiðslu til fræðslu nýrra féiaga. Eftir að hafa fengið fúlguna fyrir Samuel- son, hafði ERP hann áfram í haldi í einn mánuð, svo tími ynnist til að yfirfæra peningana (142 þúsund Bandaríkjadali í 100 dollara seðl- um) til erlendra banka, þar sem ekki yrði unnt að rekja slóð þeirra. GADDAVÍR. Sú hætta á mann- ránum, sem sífellt vofir yfir, hefur leitt til að margir erlendir verzl- unarmenn í Argentínu og ýmsir velstæðir Argentínubúar lifa í stöð- ugu umsátursástandi. Sum fyrir- tæki s. s. Ford og IBM hafa flutt alla erlenda forstjóra og fjölskyld- ur þeirra frá Argentínu. Þeir sem eftir eru, verjast með mjög um- fangsmiklum varúðarráðstöfunum. Erlendur bankastjóri sagði: „Ótt- inn heltekur allt. Meira af tíma mínum fer til að framkvæma hin- ar ýmsu varúðarráðstafanir heldur en til bankaviðskipta.“ Fyrir nokkru dvaldi ég yfir helgi hjá bandarískum verzlunarmanni og fjölskyldu hans á heimili þeirra .skammt utan við Buenos Aires. Við venjulegar aðstæður hefðum við farið á veðreiðar síðdegis á laugar- dag, snætt kvöldverð á góðum veit- ingastað, vaknað á sunnudags- morgni til að spila golf og boðið nágrönnunum til veislu um kvöld- ið. En nú er sá tími liðinn. Hús vinar míns er orðið að virki. Riml- ar eru fyrir gluggum og í þeim er skothelt gler, og allar hurðir tryggi- lega læstar. Á garðveggnum liggja gaddavírsflækjur, og um nætur er garðurinn baðaður geislum ljós- kastara. Allan sólarhringinn eru vopnaðir verðir á ferli í garðinum og á götunni fyrir framan. Aðrir eru á veröndinni eða í forstofunni og þeir hafa stöðugt samband sín á milli með labb-rabb tækjum. Ég kom ekki út fyrir garðinn alla helgina. Á mánudagsmorgninum fylgdi ég vini mínum inn í borgina, sem er hálftíma akstur. Við yfirgáfum ekki húsið fyrr en verðirnir á götunni gáfu grænt Ijós, vörður var á hvora hlið okkar meðan við gengum út, þar sem þrír luktir bílar biðu und- ir vernd fimm varða. Við settumst í aftursætið á mið bílnum. „Við ökum heiman og heim á miklum hraða og bílarnir aka í þéttri röð, svo aðrir bílar geti ekki komist á milli okkar,“ sagði vinur minn. „Við förum yfir á rauðu ljósi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.