Goðasteinn - 01.09.1963, Síða 6

Goðasteinn - 01.09.1963, Síða 6
aðra að vori og hina að hausti, en almennt hefur það ekki verið. Hvað segði fólk nú á tímum um þetta, að komast aðeins einu sinni á ári í verzlunarbúð og taka allar sínar þarfir þá yfir árið? Hætt er líka við, að oft hafi sitthvað vantað. Fyrsti vísir til verzlunar hér er árið 1885, þegar fyrsta skipið lætur akkeri falla hér á Víkinni til að losa vörur. Árið áður kom þó fyrsti vöruslattinn, smásending utanlands frá, með skipinu Camuens til Vestmannaeyja hinn 23. júní 1884. Þann vöruslatta pantaði faðir minn, Halldór Jónsson, fyrir sitt heimili, efalaust mest matvörur, kaffi og sykur. Ekki verður séð, á hvern hátt þessar vörur voru fluttar til Víkur, en sennilega hefur þeim verið skipað upp á Landeyjasandi og fluttar þangað á opnum bátum. Er þessa getið í bókinni „Merkir Mýrdælingar“. Eins og fyrr var getið, hófust vöruflutningar hingað til Víkur 13. júlí 1885, er hákarlaskipið Jósefína frá Vestmannaeyjum lét hér akkeri falla. Skipstjóri á Jósefínu var Jósef Valdason, faðir Jó- hanns Jósefssonar, alþingismanns. Jósefína var þilskip, seglskip, ætluð til fiskveiða, en stundum var hún höfð til flutninga milli hafna við Faxaflóa og víðar. Þessi fyrsta ferð Jósefínu til Víkur gekk ágætlega, sjór var ládauður, og vafalaust hefur það haft góð áhrif og gefið vonir um framtíðarverzlun. Faðir minn fór sjálfur til Vestmannaeyja til að útvega skip og fékk þá skipið Jósefínu leigt. En vörurnar hafði hann fengið er- lendis frá til Vestmannaeyja, og voru þær nú í stærri stíl en árið áður. Mánaðardag og ár, er skip þetta kom til Víkur, hefur faðir minn skrifað í dagbækur sínar og getið þess aðeins, að vel hafi heppnazt. Allt er glatað um, hvaða vörur þetta voru, en sennilega hafa það verið enskar vörur frá Coghill fjárkaupmanni, er þá keypti sauði og hross til útflutnings og faðir minn skipti við. Það sést í verzlunarbókum, að þeir hafa skipt saman, og árið 1889 telur faðir minn, að á tímabili skuldi hann Coghill kr. 2612,00, er gat ekki verið fyrir annað en vörur. Hjalti Jónsson skipstjóri, sem ættaður var héðan úr Mýrdaln- um, lætur þess getið í æviminningum sínum, að Halldór faðir minn, hafi komið til Vestmannaeyja til að útvega skip með vöru- slatta, er hann hafði fengið þangað. Einnig getur hann þess, að 4 Goðastemn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.