Goðasteinn - 01.09.1963, Page 32

Goðasteinn - 01.09.1963, Page 32
Kagnar Þorsteinsson, Höfðabrekku: lliilsslrainl viO llliiuliiltvísl Það var laugardagskvöldið 17. febrúar 1962, sem mér barst tilkynning um, að vélbáturinn Hafþór frá Vestmannaeyjum væri strandaður einhversstaðar í námunda við Hjörleifshöfða. Þá var klukkan rúmlega níu. Skömmu seinna hringdi framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins og staðfesti fréttina, bað hann þess, að björgunarsveitin færi strax á vettvang. Ég hafði þá þegar haft samband við nokkra úr björgunarsveit- inni og voru þeir að útvega bíla og taka björgunartækin út. Björgunarsveitin fékk lánaðan snjóbíl Kaupfélags Skaftfellinga og einnig kom Sigurður Gunnarsson með Dodge-bíl sinn. Mikið hafði snjóað undanfarið, og mátti búast við þungri færð á sandinum. Svo vel hittist á, að Rússajeppi okkar feðga var staðsettur sunn- an undir Höfðabrekkufjalli, en ófært var að norðanverðu. Við feðgar komum niður af fjallinu í þann mund er fyrstu bílarnir komu frá Vík. Þar var mættur rafstöðvarstjórinn í Willys jeppa og með talstöð. Hann hugðist reyna að ná sambandi við hinn strandaða bát og Lóranstöðina á Reynisfjalli. Björgunar- 30 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.