Goðasteinn - 01.09.1963, Side 36

Goðasteinn - 01.09.1963, Side 36
Jón R. Hjálmarsson: Ferð um Fimmvörðuháls Sumarið 1960 hóf flugbjörgunarsveit Austur-Eyfellinga það stór- virki, að leggja akfæran veg frá Skógum inn að Fimmvörðuhálsi, sem er fjallshryggurinn milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Á hverju sumri síðan hefur nokkuð verið unnið að endurbótum á vegi þessum. Mestur hluti verksins var- framkvæmdur með jarð- ýtu, en einnig var tínt mikið grjót úr veginum, nokkrir kaflar hans malarbornir og stikur settar meðfram leiðinni frá miðri Skóga- heiði inn að skála Fjallamanna á Fimmvörðuhálsi. Megintilgang- urinn, með því að gera leið þessa akfæra, er að sjálfsögðu sá, að auðvelda leitarflokkum að komast í skyndi á vettvang, ef flug- slys verða hér á jöklunum, en auk þess er hálendið á þessum slóðum kjörið æfingasvæði fyrir flugbjörgunarsveitina. Vegagerð þessi hefur kostað ærið fé, og hefur flugbjörgunar- sveitin lagt þar fram drýgsta hlutann. Einnig hefur fengizt nokkur styrkur úr fjallvegasjóði hins opinbera, og stuðlaði Fjallamanna- félagið í Reykjavík mjög að þeirri fjáröflun og þá ekki hvað sízt formaður þess, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, er sífellt var boðinn og búinn að liðsinna flugbjörgunarsveitinni með ráðum og dáð. Þá hefur sýslusjóður Rangárvallasýslu veitt fé til fram- kvæmdarinnar. En síðast og ekki sízt hafa margir meðlimir flug- björgunarsveitarinnar og ýmsir aðrir lagt fram mikið starf í sjálf- boðavinnu að vegargerð þessari. Nú er leiðin orðin sæmilega greiðfær fyrir bifreiðir með drif á öllum hjólum, en fremur er vegurinn seinfarinn og grýttur. Það mun vera um 20 km. leið frá Skógaskóla inn undir Fimmvörðuháls, og tekur ferðin þangað varla minna en eina og hálfa klukkustund. Margir hafa fárið þenna 34 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.