Goðasteinn - 01.09.1963, Side 43

Goðasteinn - 01.09.1963, Side 43
Steinþór Þórðarson, Hala: Sumarkoman 1902 Sumarkoman 1902 er mér minnisstæð. Ég var þá á tíunda ári. Hart var milli manna, hafís lá fyrir landi, verzlunin á Hornafirði var alveg vörulaus, og ekkert gaf af sjó í Suðursveit um veturinn. Meira bjargarleysi var ekki hægt að hugsa sér. Hafísinn mun hafa komið með góubyrjun en rekið aftur frá um tíma. En uppúr páskum, sem þá voru fyrsta sunnudag í einmánuði rak hann aftur hér að landi og lá framyfir sumarmál. Ég man vel eftir góuþrælnum þennan vetur, veðurfari og fleiru. Síðasta sunnudag í góu var hægveður fram eftir degi, en með kvöldinu gerði austanfrassa og snjóreyting. Að kvöldi þessa dags, þegar lítið var farið að bregða birtu, var alit fólkið á Hala hátta- búið og sumir háttaðir. Þá gó hundurinn. „Þetta er mannagelt“, sögðum við bræður og þutum út í baðstofugluggann. Rúmið hans Benedikts afa míns var fram við þilið, austan megin við gluggann og náði fast að honum. Var honum illa við þann átroðnað, sem við gerðum honum einatt á kvöldin, þegar hann var háttaður, en við vorum þá að horfa eftir gestakomu eða skútu, scm var nálægt landi, hvort hún kæmi ekki í strand. „Það fara tveir menn niður Messugötu“, sögðum við. „Hana, skeinist þið frá glugganum", sagði afi höstum rómi, ,,nú ætli þið að tixa þá hingað með því að láta þá sjá ykkur í glugganum". „Þeir fara að Breiðabólsstað" sögðum við og hörmuðum, að ann- ar skyldi ekki koma að Hala; okkur þótti svo gaman, þegar gestir komu. Samt héldum við Bensi áfram að horfa út um gluggann, til að sjá í hvaða hesthús yrði farið með hestana þeirra. Eftir stutta stund kemur annar maðurinn ríðandi norður fyrir bæinn Goðasteinn 4i

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.