Goðasteinn - 01.09.1963, Side 46

Goðasteinn - 01.09.1963, Side 46
sagði: „Kemur hún þá enn, blessuð kannan mín“. í þessari könnu var mér skömmtuð mjólkin, þrír fjórðu úr mörk í hvort mál og annar matur ekki. Við bræður báðum móður okkar að hleypa sopann í ílátinu, okkur fannst það matarmeira. Þennan matarskammt urðum við að búa við á aðra viku. Það var því eðlilegt, að við kölluðum hana hungurviku. Eitthvað líkt þessu var ástatt í Gerði; þar bjó föðurbróðir minn, kvæntur móðursystur minni, en eitthvað skárra á Breiðabólsstað. Steinn afi minn, sem enn hafði nokkur ráð þar, þó blindur væri, var hygginn búmaður, lagði alltaf vel til heimil- is. Hann lógaði fleira fé haust hvert, en margir aðrir, og var vel stæður í reikningi. Búhyggindi afa komu sér nú vel, þar var eitthvað til af rúgi, þó lítið væri, og lítilsháttar af kjöti. Okkur bræðrum var tekinn sterkur vari á því að vera ekki að snópa á Breiðabólsstað um matmálstíma. Þó held ég, við höfum komið þangað á hverjum degi til leikja og annars. Steinn afi hafði það verk að mala rúginn. Við höfðum gaman af að líta í kornskálina og skyggnast eftir, hvað hátt væri í henni. Af því gátum við dregið nokkrar ályktanir um kökugerð á Breiðabólsstað. Einu sinni sagði ég við móður mína eftir eina Breiðabólsstaðarferðina: „Ekki verða gerð- ar margar kökur úr því, sem afi malaði í dag, ekki nema 2-3, og það er hálf kaka á mann, en ég sá smjörskökuna hjá henni Þórunni (það var kona Stcins), hún var dálítið stór“. Ég fékk harðar ávítur hjá móður minni fyrir þessa hnýsni. Einatt færði Þórunn okkur kökubita útá stétt, þegar við vorum þar að leikjum. En við forðuðumst að segja frá því heima. Heyra mátti það á bændunum á Breiðabólsstaðarbæjum, að þeir kviðu fyrir að fara í skítverkin, koma taði á tún, meðan matarleysið var. Einhver hangikjötsögn var geymd á Hala til sumardagsins fyrsta og mjöl í kökur til að skammta með henni. Þann dag fékk maður fylli sína, enda sætti faðir minn laginu og tók út skán úr tveimur fjárhúsum. Hafði hann okkur strákana sér til hjálpar. Annars var pabbi ekki vanur að vinna á sumar- daginn fyrsta nema að gegningum. Tæpan hálfan mánuð af sumri, kom frétt um það austan af y 44 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.