Goðasteinn - 01.09.1963, Síða 48

Goðasteinn - 01.09.1963, Síða 48
frásögur mætti færa, af því sem gerðist á bæjunum fyrir vestan Steinasand umræddan laugardag, þegar komið var úr Djúpavogs- ferðinni. Þann dag röru Sunnsendingar (svo nefndust þeir, sem heima áttu vestan Steinasands) og fóru til Hrollaugseyja. Þrjú sker, laust vestan við hásuður frá Breiðabólsstað, nefnast því nafni. Þangað er hálfsannarstíma róður á sexæringi frá Breiða- bólsstaðarfjöru. Skerin heita Austastaey, Miðey og Vestastaey. Mjótt sund skilur þær fyrrtöldu, en Vestastaey er spöl vestar. f miklum rosum gengur brim yfir þær, nema þá austustu, þar sem hún er allra hæst. Þar er nú kominn viti, og á kvöldin, þegar ég sé hann blossa suður af bænum mínum, vorkenni ég honum ein- veruna á þessu eyðiskeri. Á sumrin slettir selur sér upp á neðstu flasir á Hrollaugseyjum, og á haustin kæpir þar lítilsháttar af útsel. Um ferðir þangað út er sagt: „Þeir fóru til eyja. Þeir eru að koma frá eyjum“. Síðast var farið til selveiða í Hrollaugseyjar haustið 1929. Meðan eyjaferðir voru stundaðar, var farið haust og vor, þegar sjóveður gaf. Á haustin var sjóveður vandfengið, mörg haust féllu úr, en stundum gaf til eyja fleiri haust í röð. Einatt kom fyrir, að hleðsla á sexæring af sel fékkst í haust- ferðum og þótti gott í bú að leggja. Var það kópur og þó oft meira fullorðinn selur. Á vorin eða sumrin var veiðin minni. Sel- urinn var rotaður með bareflum úr tré, seigu efni vel til tegldu. Voru þau nefnd selakeppir eða keppir. Það mátti segja, að alit væri notað af selnum ,jafnvel garnirnar voru verkaðar upp, ristar og vandlega skafnar. Fléttað var í þær mjóum spikræmum, síðan látnar stutta stund í salt og svo reyktar í eldhúsi. Þegar þetta þótti hóflega reykt, var það soðið og þótti góður matur. Mikill fengur þótti jafnan að fá sel, sbr. máltækið: „Allt er safi hjá selveiði“. I eyjaferðinni, sem farin var umræddan laugardag 1902, veidd- ust 3 selir og 5 í hlut af ýsu. Þetta var góð björg, hálfur selur á bæ og 10-15 ýsur, eftir því hvað margir hlutir komu á heimili. Nú þurfti engu að kvíða, hvert bjargræðið á fætur öðru var framundan í huga fólksins. 46 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.