Goðasteinn - 01.09.1963, Side 64

Goðasteinn - 01.09.1963, Side 64
mundir haldið uppi með stuðningi kirkjunnar og fulltingi erki- biskups. Það er því lítt sennilegt, að erkibiskup hefði ekki getað vígt biskupsefni, sem hann sjálfur samþykkti, án þess að leita álits konungs, ekki sízt, þegar um íslenzkan biskup var að ræða. Að vísu getur hugsast, að konungur hafi reynt að standa fast á fornum rétti sínum um að geta haft áhrif á biskupskjör, þótt hann væri svo mjög upp á náð kirkjunnar kominn, sem raun bar vitni um. Sá áhugi konungs hefði þó vart náð nema til Noregs, ef ekki hefði búið annað undir. En áhugaleysi erkibiskups og fjandskapur þeirra konungsfeðga við hið íslenzka biskupsefni, vekur óncitan- lega grunsemdir um, að fleira hafi þarna verið á seyði en nokk- urn tíma komst í hámæli. Sennilegast má telja, að náin samvinna hafi verið milli konungs og erkibiskups um það, hverjir skyldu hljóta biskupsembættin og þá með hagnað beggja aðila, ríkis og kirkju, fyrir augum. Með tilliti til íslands, þá ríkir á þessum árum eins konar ófriður milli fslendinga og Norðmanna. Konungur og jarl hafa vafalaust verið íslendingum mjög reiðir sakir lögleysuathæfis þeirra við norska kaupmenn og hugsað þeim þegjandi þörfina. Það viðhorf konungs hafði greinilega komið fram í áðurnefndu bréfi erkibiskups til íslendinga, þar sem hann talar um, að fslendingar skuli bæta kon- ungi tjón, er þeir hafi unnið þegnum hans. Það er því trúlegt, að þeir feðgar hafi haft allvíðtæk áform á prjónunum gagnvart ís- lendingum. Fyrst og fremst hafa þeir viljað fá bætur fyrir tjón, er Norðmenn höfðu orðið fyrir á íslandi, og einnig hefur þeim leikið hugur á að koma í veg fyrir, að norskir kaupmenn yrðu fyrir ofbeldi af hálfu íslendinga í framtíðinni, en það var bezt tryggt með því að efla ítök og áhrif Norðmanna á íslandi og helzt að fá íslendinga til að játast að einhverju eða öllu leyti undir yfirráð Noregskonungs. Slíkur landvinningur þýddi líka aukinn veg og veldi þeirra feðga og gat orðið þeim mikils virði í baráttunni heima fyrir til að sannfæra fólk um ágæti konung- dæmis Magnúsar Erlingssonar. Sem hliðstæðu um ásælni Noregs- konungs má benda á, er deilur stóðu milli norskra kaupmanna og Islendinga snemma á næstu öld, að ráðamenn í Noregi með Hákon konung og Skúla jarl í broddi fylkingar útbjuggu herleiðangur til 62 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.