Goðasteinn - 01.09.1963, Page 66

Goðasteinn - 01.09.1963, Page 66
Þórður Tómasson: Skygljnzt um bekki í liyiiiiikiiíni, III. Hringjur Þorkels Þorgrímssonar Málmsmíði íslendinga frá liðnum öldum lýsir fagurlega listfengi þeirra og menningu. Mergð góðra gripa hefur horfið í málm- bræðslu eða glatazt á annan hátt, en þó er furðu margt enn til á söfnum og hjá einstaklingum, sumt í röð merkustu kjörgripa þjóðarinnar. Hér skal vikið að einni grein gamallar koparsmíði, gjarðahringjum: f sveitum er enn til allmikið af gjarðahringjum, og víða gegna þær gömlu hlutverki. Flestar munu frá 19. öld, fremur efnislitlar og látlausar að formi. Þjóðminjasafn íslands á gott safn af gjarðahringjum. Eru margar þeirra frá 17. og 18. öld, veglegar að skreytingu og allri gerð. Byggðasafnið í Skógum á‘ nokkur ágæt sýnishorn af gamalli koparsmíði, hverju safni sam- boðin. Tvær letraðar gjarðasamstæður hefur það eignazt. Aðrar eru með ártali 1761 og fangamarki Brynjólfs Guðmundssonar í Skipagerði í Landeyjum, óskreyttar með öllu. Jón Tómasson í Hvítanesi gaf safninu þær. Fyrir hinum mun ég nú gera grein: Haustið 1962 gaf frú Málfríður Árnadóttir á Bjalla í Landsveit safninu tvær miklar og skrautlegar hringjur, sem verið höfðu í eigu föður hennar, Árna Árnasonar. Hafði Árni fengið þær hjá Gunnari Gunnarssyni, sem Iengi bjó í Moldartungu (Meiri- tungu) í Holtum á 19. öld, eftir foreldra sína. - Safnið átti margar góðar hringjur, er hér var komið sögu, en þessar báru þar mjög af. Hringjur Málfríðar eru steyptar í sama móti, skreyttar 64 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.