Goðasteinn - 01.09.1963, Side 68

Goðasteinn - 01.09.1963, Side 68
og grafnar svo að ekki ber á milli, bogadregnar til beggja enda, og er neðri boginn umfram venju á seinni tíma hringjum. Stærð þeirra er 9,3x7,1 sm. Hringjubogarnir eru laglega skreyttir en nokkuð máðir af sliti. Þornin eru úr eir, svo sem algengt er. Ann- ars vegar við þolinmóð er letrað: ANNO, hins vegar: 1754. Á hliðar er letrað: ÞORKIELL ÞORGRÍMSSON. Engum getum skal að því leitt, hver sá Þorkell Þorgrímsson hefur verið Nokkuð lahgsótt virðist að leita til Þorkels sonar Þorgríms Sigurðssonar sýslumanns í Hjarðarholti, d. 1769, þótt gripir gætu borizt milli byggða á fyrri tímum ekki síður en nú. Ég hef aðeins leitað að nafni Þorkels í sunnlenzkum manntölum og bændatölum frá miðri 18. öld, en ekki komið auga á það. Um íslenzkar gjarðahringjur, smíði þeirra og sögu, mætti skrifa mun lengra mál en hér hefur verið gert. Það er efni í langa rit- gerð eða heila bók. Mikið af efnivið hennar er að finna í söfnum, annað aðeins í minni manna. Byggðasafninu í Skógum er sæmdarauki að því að eiga hringjur Þorkels, og ekki hefur það þegið margar gjafir betri en frú Mál- fríður á Bjalla vék því haustið 1962. 66 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.