Goðasteinn - 01.09.1963, Page 69

Goðasteinn - 01.09.1963, Page 69
Trausti Eyjóifsson: llður lii Eyjafjalla Eyjafjalla indæl sveit, óskaheimur bernsku minnar. Fósturbarn, á feðrareit fyrstu skónum mínum sleit. Ennþá þráin ástarheit ætíð leitar dýrðar þinnar. Gleymast ekki friðsæl fjöll, fegurst djásn, er auga lítur. Goðasteinn, það gamla tröll, gnæfir yfir jökulmjöll. Þessi glæsta hamrahöll hnýtti bönd, er ekkert slítur. Geymir hugur grösug lönd, gullin engi, tún og hlíðar, fossa þína, fljót og strönd, fagurbláa hafsins rönd. Það er voldug hagleikshönd, er hefur greipt þær myndir fríðar. Daprast ekki trú og tryggð traust og fegurð ástarinnar. Fann ég gleði, frið og dyggð, fól þér leyndarmál og hryggð. Eyjafjalla indæl byggð, unaðsheimur bernsku minnar. Goðasteinn 67

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.