Goðasteinn - 01.09.1963, Page 70

Goðasteinn - 01.09.1963, Page 70
Þórður Tómasson: Sagnaþœttir I. iii'liipiiLíii frii Austurfjiillimi Erlcndur Sigurðsson frá Varmadal í Kjós bjó í Svaðbæli undir Eyjafjöllum á fyrra hluta 19. aldar, liðtækur maður og góður bóndi. Hann var kvæntur Þórdísi Jónsdóttur frá Raufarfelli. Um aldaraðir sóttu Eyfellingar sjó af harðfengi og kappi. Gengu jafnan mörg skip úr Eyjafjallavörum. Laust eftir 1820 var Erlendi í Svaðbæli falin formennska á skipi. Getur hans þannig í for- mannavísum 1825: Á Svaðbæli Erlendur ýmsum mönnum fremur, hagur, gætinn, hugglaður, hlunnajó vel temur. Skip Erlends var góður sexæringur, skipaður 12-14 mönnum, sumum langt að komnum. Fjöldi utansveitarmanna var þá i skiprúmi hjá Fjallamönnum. Nefndust þeir viðliggjarar. Nú skal nefna til sögunnar Þorgils Jónsson, er bjó á Rauðnefs- stöðum á Rangárvöllum, merkan bónda og mikilhæfan. Hafa margar sögur af honum gengið allt til þessa dags. Hann réðist háseti til Erlends í Svaðbæli og reri hjá honum nokkrar vertíðir. Oft voru frátök við sjóinn svo dögum og vikum skipti. Hélt Þorgiis þá heim til sín og beið þar gæfta. Hann var dulvitur og veðurglöggur svo að orð var á gert. Erlendur átti skipshróf við Steinahelli, framan við engjagarð- inn. Ofan við garðinn var alfaravegur. 1 byrjun vetrarvertíðar 1831 gerði hæga norðankælu. Bjóst Þorgils 68 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.