Goðasteinn - 01.09.1963, Qupperneq 72

Goðasteinn - 01.09.1963, Qupperneq 72
leguna. Formaður á því var Jón Sigurðsson bóndi í Hlíð, maður á miðjum aldri en ungur í formannsstarfi. Flann hafði hugdeiga skipshöfn, voru þar ýmsir langt að komnir og lítt sjóvanir. Yfir á skip hans bárust hjálparköll frá skipi Erlends. Halldór Eiríks- son bóndi í Steinum hafði helzt orð fyrir félögum sínum. Hann var þá hniginn á efra aldur og þótti gætinn og vitur. Bað hann Jónsmenn að binda taug við skipshnallinn og kasta til þeirra. Ætlaði hann að reyna að tengja hana við stýrisjárnin á skipinu. Jón hafði fullan hug á að verða þarna að liði, en úrtölumenn á skipi hans tóku ráðin í sínar hendur og heimtuðu, að sætt yrði fyrsta lagi í land, Erlendsmönnum væri að engu betur borgið, þótt þeir færu líka í sjóinn. Forn trú var, að eitt öruggt lag, dauða- lagið, gæfist eftir hvert sjóslys. Á því fleytti Jón skipi sínu heilu og höldnu tif lands. Úti í brimgarðinum seig skip Erlends vestur úr hliðinu, í vest- ureyrina úfna og kraftmikla. Engrar björgunar var von, úr því svo var komið, og örmagna hendur slitnuðu af kjölnum, ein af annarri. Á skammri stundu unnu stórföllin verk sitt. Þrír dug- mestu hásetar Erlends komust oftar en einu sinni á kjöl, eftir að aðra þraut, en mannlaust barst skipið að landi úr vestureyrinni. Erlendur átti son, sem Jón hét. Hann var vöktunardrengur hjá honum og kom fram á kampinn, þegar skipið var að velkjast í briminu. Enginn sá honum bregða, en löngu seinna mun hann hafa minnzt þessa atburðar, er hann frétti lát velgerðarmanns síns, Duus kaupmanns í Keflavík, og sagði: „Fær Jón Erlendsson á kjafinn enn, nú er Duus dauður“. Jón í Hlíð reið sakbitinn úr sandi og var fálátur, venju fremur, er heim kom. Um nóttina vakti hann yfir kú með kálfssótt, ásamt konu sinni, Guðríði Jónsdóttur. Það var gamalla manna mál, að formaður sæti fyrir hefndum sjódauðra manna, sem látizt höfðu fyrir aðburðarleysi hans eða skipshafnar hans. Jón hafði dvalizt skamma stund í fjósinu, er hann gerði sér grein fyrir, að svipir Erlends og háseta hans voru í nánd. Á fjósstéttinni heyrði hann hljóð, sem hann kannaðist vel við, skvamp í blautum sjóklæðum margra manna. Fangaráð hans var að skorða fjósrekuna innan við fjóshurðina og ota síðan opnum hnífi fram að dyrum. Þannig stóð 7° Godasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.