Goðasteinn - 01.09.1963, Page 73

Goðasteinn - 01.09.1963, Page 73
hann, þar til lýsti af degi. Öll ókyrrð féll þá niður og gerði ekki aftur vart við sig. Kenndi Jón ekki oftar geigs úr þessari átt. Guðríður í Hlíð minntist einatt á þessa nótt og sagði, að það væri lengsta nótt, sem hún hefði lifað. I sjóslysi þessu fórust 12 menn, sumir segja 14. Var þá víða skarð fyrir skildi undir Austurfjöllum og í nærsveitum. Sjórinn skilaði nokkrum líkum á land. Þess er getið, að stórbóndinn Sæ- mundur Ögmundsson hinn ríki í Eyvindarholti var við jarðarför þeirra og rann svo til rifja eymd ekknanna, sem áttu fyrir ungum börnum að sjá, að hann gaf hverri þeirra hálftunnu af rúgi, er þá þótti drjúg björg í bú. Lýkur svo að segja frá sjóslysinu 1832. Ath. Ólafur Eiríksson kennari heyrði fóstra sinn, Kort Hjöt- leifsson í Berjaneskoti, segja frá þessu slysi á þann veg, er hér greinir. Tómas Tómasson á Hrútafelli og fleiri gamlir Austur- fjallamenn, sem mundu langt aftur, höfðu sömu sögu að segja. Saga sr. Lárusar Halldórssonar: „Draugaskipið", sem birt var í Sagnakveri dr. Björns frá Viðfirði, er um sama skiptapa, en mjög er þar hallað réttu máli. Vísan: „Gagnslaus stendur gnoð í laut“ o. s. frv. er án efa skáldskapur skrásetjara eða heimildarmanns hans. Skipshnallur var stór tréhnallur með hausi, jöfnum á alla kanta, og skapti. Hann var helzt notaður til að rota með lúður og há- karlshvolpa. II. Ránið á SltiMði í byrjun 18. aldar bjó auðugur bóndi á Skeiði í Hvolhreppi. I skemmu hans var jafnan matarlegt og margt góðra fémuna. Vetrarkvöld nokkurt bar það til nýlundu á Skeiði, að hark eða dynur fór að húsum, líkt og riðið væri á skaflajárnuðum gæð- ingum. Úti var norðanátt og rifahjarn. Heimafólk sat allt við vökuvinnu. Þess er getið, að húsbóndinn sat nálægt baðstofuljóra og táði rautt ullarhnak í fyrsta og síðasta Godasteinn 7i

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.