Goðasteinn - 01.09.1963, Qupperneq 75

Goðasteinn - 01.09.1963, Qupperneq 75
var hann horfinn frá heimili sínu og peningarnir með honum. Vissi enginn með hverjum hætti það hafði orðið. Gangskör var gerð að því að leita hans en án árangurs. Nokkurt kvis komst á um það, að Björn Eyfellingur ætti hlut að hvarfi mannsins, en ekki náði það lengra. Nokkrum árum seinna dó Björn og varð fáum harmdauði. Löngu seinna, í byrjun 19. aldar, bar svo til í Vestmannaeyjum, að gömul fiskikró var rifin ofan í grunn. í öðrum hliðarvegg hennar fannst beinagrind af manni, en ekkert, sem benti til þess, hver hann hefði verið. Það rifjaði upp fyrir mönnum hvarf fjáða bóndans og styrkti líkurnar fyrir því, að hann hefði verið ráðinn af dögum. Björn var kominn í gröf sína, þegar það bar til í Vestur- Landeyjum, að skipshöfn átti þungan andróður til lands. Þar var bóndinn á Skeiði, þá hniginn á efra aldur. Þóftulagsmaður hans yrti á hann undir árinni og sagði: „Róðu nú rauðullartási“. Við ávarpið skaut upp í huga bónda mynd af vökuvinnu á Skeiði ránkvöldið löngu liðna. Hann tók vitni að orðum mannsins og skýrskotaði til þeirra þegar í land kom. Maðurinn var brátt kallaður fyrir rétt, og þar játaði hann vafningalítið þátt sinn í ráninu á Skeiði með Birni á Skála. Kvað hann Björn hafa lamið bæinn utan, meðan hann sjálfur bar stuldinn í klyfjar og batt bagga. Þýfinu höfðu þeir skipt bróðurlega á milli sín. Hann bar dauðadóm úr býtum og var dæmdur til hengingar á Lambeyjar- þingi. Það er í minnum haft, að sýslumaður kvaddi hann með þessum orðum, er snörunni var brugðið um háls honum: „Það var nú Skeiðið, sem þig skaðaði“. Hefur það verið haft að orð- taki síðan. Sögn Ólafs Eiríkssonar kennara o. fl. Goðasteinn 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.