Goðasteinn - 01.09.1963, Page 78

Goðasteinn - 01.09.1963, Page 78
þangað reka af Bryggna- og Kirkjulandsfjörum. Þangað var að leita skýringar á því, að Fitarfjara var óvenju rekasæl. Einhver reykur var eftir af Fitarskakk fram á mína daga. Sögn Magnúsar Magnússonar frá Voðmúlastöðum. Hér er haldið framburði Magnúsar á nöfnum. VI. Féilraugur. Freysteinsholt heitir hæð mikil á Affallsbökkum í Landeyjum milli Fíflholts og Bergþórshvols. Nú á dögum nefna flestir það Fressholt. Þarna átti fédraugur heima. Löngum sást blár logi í holtinu, og mörgum var villugjarnt þar í grennd. Flefur hvort tveggja haldizt fram á þessa öld. Ögmundur í Auraseli sá draug- inn risla í fé sínu. Ekki var hrúgan stór, um 60 dalir að sögn Ögmundar. Draugurinn var þá orðinn mjög máttfarinn. Jónas Pálsson bóndi í Eystra-Fíflholti kom einu sinni að Frey- steinsholti í austan óveðri. Blásið vik var inn í holtið að sunnan. Jónas sá, að tötralegur karl sat undir eystra rofbarðinu og grams- aði í peningahrúgu. Kúthola var við hliðina á honum. Jónas lét karlinn afskiptalausan. Sumir láðu honum að hafa ekki kastað vettling í peningahrúguna til að eignast hana. Sumir segja, að peningadraugarnir hafi verið tveir, annar í Stóraholti en hinn í Litlaholti. VII. lafnavísa frá ÍS. ölil. Sómastór situr á Breiðabólsstað séra Halldór og Sigríður kona þar, Isleifur, Kristín ágæt börn afkomin hjónum, Stefán, Pétur, Bergþór, Björn báðum með Jónum. 76 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.