Goðasteinn - 01.09.1963, Side 80

Goðasteinn - 01.09.1963, Side 80
Hjalti Jónsson í Hólum: Kvœða- Runki Runólfur hét maður, Runólfsson, sonur Runólfs Jónssonar, sern bjó á Brattagerði í Nesjum um 1820-30, eða þar um bil. Hann átti nokkur systkini, sem komust til fullorðinsára. Meðal þeirra var Margrét kona Sigurðar Einarssonar í Flatey, amma Kristjáns í Einholti og þeirra systkina. Runólfur flutti á unga aldri héðan úr sveit austur í Múlasýslu, eins og margir fleiri á þeim árum. Hann settist að á Reyðarfirði, en ekki mun hann hafa búið þar, og ekki giftist hann. Hvort hann á, eða hefur átt, þar einhverja afkomendur, veit ég ekki, en ég heyrði um það talað, að stúlka hefði kennt honum barn, og jafnframt var því hvíslað, að hann hefði meðgengið það fyrir húsbónda sinn, sem þá var Andrés á Helgustöðum. Ég heyrði smáskrýtlu, sem höfð var eftir Andrési og sett í samband við þennan orðróm. Einu sinni mættust þeir á förnurn vegi sýslumaðurinn á Eskifirði og Andrés. Var hann með tvo hesta til reiðar og fór greitt. Sýslumaður spurði, hvort hann væri að fara í langferð. „Nei, til Eskifjarðar“. Sýslumaður spurði þá, hvort hann væri að sækja lækni. ,,Já“, svaraði Andrés. „Hver er veik- ur“? spurði sýslumaður. „Það er barn“, svaraði Andrés. „Hver á það barn“? spurði sýslumaður. „Það er sama, hver það á“, svaraði Andrés, „það tilheyrir heimilinu". Kvaddi svo sýslumann, og fór hvor sína leið. Báðir hafa að sjálfsögðu vitað orðróminn. Runólfur var hagyrðingur og kastaði oft fram stökum um heimilisfólk, einkum börn, á bæjum, sem hann kom á, og hefur að því leyti líkst Símoni Dalaskáldi. Ekki veit ég, hvort harin hefur verið eins fljótur að setja saman vísur og Símon, en flestar 78 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.