Goðasteinn - 01.09.1963, Page 84

Goðasteinn - 01.09.1963, Page 84
Þórður Tómasson: Slíilnflöarliviiðjíi í SIíáIIiéí Flutt við lok námskeiðs kirkjuorganleikara og söngstjóra 5. sept. 1963. Herra söngmálastjóri, dr. Róbert Abraham Ottósson, kennarar, sóknarprestur, félagar og heimamenn. Ég vil ávarpa ykkur með nokkrum þakkarorðum, áður en leiðir okkar skilja að þessu sinni. Ég tala í nafni allra nemenda þessa námskeiðs, er ég segi við söngmálastjórann og aðstoðarmenn hans, kennara okkar: Heila þökk fyrir kennslu ykkar, leiðsögn, ráð og síðast en ekki sízt bróðurlegt þel í garð okkar. Þessir fáu dagar í Skálholti hafa verið okkur í senn skóli og skemmtun, uppörfun til betra starfs og meiri lærdóms, er heim kemur. Kristnihaldi er margra bóta vant á landi okkar. Boðun fagn- aðarerindisins er verkefni kristinna manna, utan kirkju og innan. Þar eigum við einn ákveðinn reit, öðrum fremur, og ekki þann þýðingarminnsta. Trú mannsins hefur óvíða stigið hærra en í tónlistinni, enda er þar ein meginstoð kirkjunnar og allrar boð- unar Guðsorðs. Tónlistin hefur safnað okkur til þessarar stuttu og yndislegu dvalar á þeim stað, sem um aldir var „allgöfgastur bær á íslandi". „Mjór er mikils vísir“ segir gamalt spakmæli. Vonandi er þetta námskeið upphaf á miklu kirkjulegu starfi hér. Kirkjan og þjóðin hafa ekki efni á því að eiga Skálholt aðeins sem vitni íslenzkrar sögu, sem eitt út af fyrir sig, verður þó seint að verðleikum metið. Islenzkir forsöngvarar og organleikarar hafa lengst af verið lítt lærðir og ólærðir menn að nútíðarskilningi. Kirkjan á þeim mikið að þakka, og enn getur hún ekki án þeirra verið, þótt jafnt og 82 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.