Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 1
Rannsókn
í Rangárþingi og vestan til i Skaftafellsþingi
1883 og 1885, og á alþingisstaðmim 1880,
svo og i Breiðafirði (síðast rannsakað 1889),
alt einkanlega viðkomandi Njálssögu.
Eftir
Sigurð Vigfusson.
Annar kafli.
Inngaiigr.
í Árbók fyrir 1887 hefi eg fyrst talað nokkuð um mótmæli
þau, sem hafin hafa verið gegn Njálssögu, og um málsóknirnar á
alþingi, fyrst útaf vígi Höskuldar Hvítanesgoða, og svo brennumál-
unum í heild sinni, og þó nokkuð um Hfið á alþingi i fornöld, og
siðan drepið á, hvað ritað var á fyrri hluta 12. aidar. Enn með
því, að sá kafli í Njálss., sem við kemr alþingisstaðnum, er einn
sá merkasti í sögunni, ef ekki þýðingarmestr allra, því hann hefir
þetta fram yfir allar vorar fornsögur — að frátekinni Sturlungu
að sumu leyti — þá þarf að iýsa því, sem þar gerðist, miklu meir,
t. d. bardaganum á alþingi í sambandi við staðinn sjálfan og fl.
Yfir höfuð ríðr mjög á, að lýsa alþingisstaðnum i öllu tilliti, einkum
að því er við kemr þjóðveldistímanum, því það er það minsta sem
um hann verðr sagt, að hann er sá merkasti staðr á öllu íslandi;
eg hefi nokkuð leitazt við að lýsa alþingisstaðnum og skýra hann
með uppdráttum í Árb. fornleifafél. 1880 og 1881, sem kunnugt er;
enn það er þó ýmislegt, sem enn þarf að taka fram, og þar á
meðal einn merkr staðr eða örnefni, sem nefnt er í Grágás, enn
ekki i sögunum, af því að það einungis við kemr lögunum, o. fl.
1) Alþingisstaðrinn er reyndar ekki nefndr í fyrirsögn Arb. 1887,
enn innihaldið sýnir það.
1